All posts filed under: Innlýsing

Sjöunda innsiglið

Ég hef velt því fyrir mér, hvort persónulegar ástæður eða almennt listrænt mat liggur að baki því að ég hef ævinlega flokkað Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergman meðal þeirra tíu kvikmynda sem ég myndi velja öðrum fremur í úrvalsflokk allra tíma. Jafnvel í hóp þeirra fimm bestu. Sennilega hvort tveggja. Ég skal gefa skýringu á því hvað ég á við með persónulegar ástæður. Áður en ég kom til náms í Svíþjóð haustið 1954 hygg ég að ég hafi ekki heyrt Ingmar Bergman nefndan. Ég var með blaðamannapassa og sendi stundum hugleiðingar eða pistla um menninguna heim. Ein mín fyrsta grein fjallaði um þrjár norrænar myndir sem ég sá einmitt þennan vetur. Ein þeirra nefndist Kennslustund í ást (En lektion i kärlek) og var eftir upprennandi leikstjóra, Ingmar Bergman, og ég er ekki viss nema þetta sé kannski í fyrsta sinn sem hans var getið í íslenskri menningarumræðu. Næstu árin fylgdist ég síðan hvernig stjarna hans reis með leifturhraða, bæði heima og erlendis, með myndum eins og Jarðarberjalandið (Smultronstället), Sommarnattens leende (Bros sumarnæturinnar) og Sjöunda innsiglinu …

Trú eða vissa – Sjöunda innsiglið

Í Opinberunarbók Jóhannesar stendur skrifað: „Þegar lambið lauk upp sjöunda innsiglinu, varð þögn á himni hér um bil hálfa stund.“ (Opb 8.1-2) Opinberunarbók Jóhannesar myndar ákveðinn ramma utan um mynd Bergmans Sjöunda innsiglið. Í upphafi myndarinnar er lesið úr fyrsta versi áttunda kafla Opinberunarbókarinnar þar sem greint er frá því þegar sjöunda innsiglið er rofið. Þegar innsiglið er brotið þá verður þögn. Á sama hátt verður algjör þögn í mynd Bergmans þegar Dauðinn birtist í gervi náhvíts karlmanns sem er klæddur eins og munkur. Alger þögn ríkir í sálum margra, þessa þögn upplifir aðalpersóna myndarinnar, riddarinn Antóníus Block í sálu sinni. Hann er staddur í myrku djúpi og ákallar Drottinn: ,,Heyr þú raust mína.” Antóníus á erfitt með að lifa í trú og vill í staðinn lifa í vissu. Hann vill fá staðfestingu!! Staðfestingu á tilvist Guðs. Ef hann ekki fær staðfestingu eða þekkingu á Guði, vill hann losna við Guð og trúna á hann úr hjarta sínu. Antóníus telur að ef ekkert bíði mannsins hinu megin við móðuna miklu þá sé lífið tilgangslaust. Dauðinn holdi klæddur …

Sjöunda innlýsingin

Riddarinn Stundum kemur það fyrir að maður tekur eftir hlutum, sem eru fyrir augunum á manni alla daga, og finnst samt eins og maður hafi aldrei séð þá áður. Eins og mannshönd, til dæmis. Hugsið ykkur hvað það er í rauninni magnað fyrirbæri! Þegar hulu hversdagsleikans er svipt af hlutum, oftast á alveg tilviljanakenndan hátt, gerir maður sér kannski fyrst grein fyrir því að maður er lifandi, og ekki bara á lífi. Ég veit enga betri túlkun á þessu en lítið atriði, sem þið munið sjá hér á eftir. Riddarinn Antonius Block er fastur í hringiðu tímans, eins og við öll. Og tíminn sem hann lifir er harður og miskunnarlaus, eins og alltaf. Plágan mikla geysist um landið og skilur eftir sig sviðna jörð. Riddarinn leitar Guðs, en finnur Dauðann, og það í eigin persónu. Hann veit að hans síðasta skák er hafin, hann teflir um lífið við Dauðann. Dauðinn er snjall fléttumeistari og hefur líka rangt við, þegar honum svo sýnist. Hann villir á sér heimildir, þykist vera prestur í skriftastól og platar riddarann …