All posts filed under: Pistill

Rammi úr dönsku kvikmyndinni Velsignelsen

Blessun og barnsfæðing í bíó

Svefnherbergi. Dagur. Ung kona er að gera upp gamalt barnarúm. Skrapar af því málningu af því. Svo stynur hún stundarhátt og áhorfandinn áttar sig á tvennu: Hún er barnshafandi og það er komið að fæðingu. Og svo er klippt og barnið fæðist. Konan virðist óörugg og kannski fjarlæg meðan á henni stendur. En allt gengur eins og það á að ganga og barnið fæðist og það er lagt í fang móðurinnar. „Þetta er stúlka,“ segir ljósmóðirin. „Þetta er stúlka,“ segir hin nýbakaða móðir og það er ekki laust við að greina megi vonbrigði í röddinni. Þannig hefst danska kvikmyndin Blessun sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þetta er reyndar verðlaunamynd því hún hlaut fyrr á þessu ári kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar. Blessun fjallar um Katrine og hún gerist á fyrstu dögunum eftir fæðingu dóttur hennar og kærastans Andreasar. Dóttirin heitir Rose og barnsfæðingin, sem ætti að vera blessun og gleðigjafi, reynist ekki vera það. Lífið er ekki „dans á rósum“ – að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Barnið tekur ekki brjóst og hún …

Kirkjuverðlaun og kvikmyndahátíðir

Í fyrri pistli mínum um Gautaborgarhátíðina og kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar kynnti ég stuttlega verðlaunin og hátíðina. Í framhaldi af því langar mig til að beina kastljósinu að kirkjulegum kvikmyndaverðlaunum. Á Norðurlöndum hefur sænska kirkjan haft frumkvæði á þessu sviði. Kvikmyndaverðlaun hennar voru fyrst veitt árið 2002. Mér er ekki kunnugt hver átti frumkvæði að þessu, en veit það þó fyrir víst að Gautaborgarstifti, ekki síst fyrir tilstuðlan prestins Mikael Ringlander, hefur lengi verið til fyrirmyndar hvað samræðu kvikmynda og kirkju varðar. Hér á landi hefur rannsóknarhópurinn Deus ex cinema staðið fyrir afar þróttmiklu starfi á sviði guðfræði og kvikmynda frá árinu 2000. Hópurinn var stofnaður 4. júlí á því ári og síðan þá hafa meðlimir hópsins staðið fyrir vikulegum seminörum um guðfræði og kvikmyndir, gefið úr þrjár bækur um þessi mál, fjallað um meira en 400 kvikmyndir á vef hópsins (www.dec.is) og staðið fyrir fjölda málþinga, fyrirlestra og námskeiða. Margir meðlimir Deus ex cinema eru jafnframt virkir í kirkjulegu starfi og víst er að þjóðkirkjan hefur að mörgu leyti verið opin fyrir þessu samtali guðfræði og …

Drömmen eftir Niels Arden Oplev

Kvikmyndirnar, kirkjan og bíóhátíðin í Gautaborg

Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg í ár. Myndirnar átta sem keppa um verðlaunin eru: Beowulf & Grendel, leikstjóri Sturla Gunnarsson Wellkåmm to Verona, leikstjóri Suzanne Osten Voksne mennesker, leikstjóri Dagur Kári Om Gud vill, leikstjóri Amir Chamdin Matti – Hell is for Heroes, leikstjóri Aleksi Mäkelä Izzat, leikstjóri Ulrik Imtiaz Rolfsen Drømmen, leikstjóri Niels Arden Oplev (Denmark) A Little Trip to Heaven, leikstjóri Baltasar Kormákur Margir hafa eflaust heyrt af Gautaborgarhátíðinni og þekkja til aðalverðlaunanna þar – þetta er jú ein þekktasta kvikmyndahátíði Norðurlanda. Þau hafa meðal annars komið í skaut íslenskra kvikmynda, til að mynda Nóa Albinóa um árið. Færri vita hinsvegar af því að myndirnar átta keppa einnig um önnur verðlaun, kirkjuleg kvikmyndaverðlaun. Sænska kirkjan veitir nefnilega árlega kvikmyndaverðlaun á Gautaborgarhátíðinni. Um þau verðlaun keppa sömu myndir og eru í aðalkeppninni og þau falla í skaut þeirri mynd sem þykir áhugaverðust sem glíma við trúar- og tilgangsspurningar. Slík mynd þarf ekki að vera lögð upp eða skilgreind sem trúarmynd og trúarstefin þurfa …

Fimm stuttmyndir á Reykjavík Shorts & Docs

Þann 10. júní byrjaði Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin. Á fyrsta deginum var boðið upp á sex stuttmyndir. Reyndar voru aðeins fimm myndir sýndar þar sem ekki tókst að sýna „Móðuna – ástarsögu á þvottaplani“ vegna tæknilegra erfiðleika. Hér verður stuttlega fjallað um þær fimm myndir sem sýndar voru. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson: 2004) Myndin er 22 mín. að lengd og fjallar um Hreggvið, gamlan hægrimann og fastapenna hjá Mogganum, sem fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hreggviður er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Blind Date (Huldar Freyr Arnarson: 2004) Myndin er 18 mín. að lengd og fjallar um varfærinn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru en það vantaði eitthvað í söguna. …