Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg í ár. Myndirnar átta sem keppa um verðlaunin eru: Beowulf & Grendel, leikstjóri Sturla Gunnarsson Wellkåmm to Verona, leikstjóri Suzanne Osten Voksne mennesker, leikstjóri Dagur Kári Om Gud vill, leikstjóri Amir Chamdin Matti – Hell is for Heroes, leikstjóri Aleksi Mäkelä Izzat, leikstjóri Ulrik Imtiaz Rolfsen Drømmen, leikstjóri Niels Arden Oplev (Denmark) A Little Trip to Heaven, leikstjóri Baltasar Kormákur Margir hafa eflaust heyrt af Gautaborgarhátíðinni og þekkja til aðalverðlaunanna þar – þetta er jú ein þekktasta kvikmyndahátíði Norðurlanda. Þau hafa meðal annars komið í skaut íslenskra kvikmynda, til að mynda Nóa Albinóa um árið. Færri vita hinsvegar af því að myndirnar átta keppa einnig um önnur verðlaun, kirkjuleg kvikmyndaverðlaun. Sænska kirkjan veitir nefnilega árlega kvikmyndaverðlaun á Gautaborgarhátíðinni. Um þau verðlaun keppa sömu myndir og eru í aðalkeppninni og þau falla í skaut þeirri mynd sem þykir áhugaverðust sem glíma við trúar- og tilgangsspurningar. Slík mynd þarf ekki að vera lögð upp eða skilgreind sem trúarmynd og trúarstefin þurfa …