All posts filed under: Ritdómur

Saga kvikmyndalistarinnar

David Parkinson: Saga kvikmyndalistarinnar Íslensk þýðing eftir Veru Júlíusdóttur. Háskólaútgáfan, Reyjavík 2003 ISBN 9979-9608-3-3, 264 bls., kr. 3990 Almennt um bókina Ein af þeim jólabókum sem lítið fór fyrir var Saga kvikmyndalistarinnar eftir David Parkinson í þýðingu Veru Júlíusdóttur. Bókin er ein af sex bókum sem koma út í ritröðinni Þýðingar sem bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Ritstjóri bókarinnar er Guðni Elísson, en hvað best ég veit er þetta ein af „þremur“ þýðingum sem hann ritstýrði og komu út á síðasta ári. Tvær af þessum þremur bókum varða kvikmyndafræðina og á Guðni mikið lof fyrir þetta framlag. Saga kvikmyndalistarinnar er 306 blaðsíður að lengd og skiptist í 8 kafla að viðbættum viðauka, rita- og nafnaskrá og inngangi um ritröðina eftir Guðna Elísson. Í henni er að finna 156 myndir, allt frá upphafi kvikmyndarinnar til nútímans. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna rekur David Parkinson sögu kvikmyndarinnar allt frá upphafi hennar til nútímans, þ.e. til 1995 þegar hún kom fyrst út. Það jaðrar að sjálfsögðu við brjálæði að ætla að gera sögu kvikmyndarinnar skil á þrjú hundruð blaðsíðum og er …

Ritdómur: Seeing and Believing

Seeing and Believing: Religion and Values in the Movies eftir Margaret R. Miles Bókin Seeing and Believing: Religion and Values in the Movies eftir Margaret R. Miles kom út árið 1996. Í bókinni rannsakar hún þá mynd sem kvikmyndir draga upp af trúarbrögðum og trúarhópum annars vegar og kynþáttum, stéttum og kvenmönnum hins vegar. Markmið Miles er því ekki að rannsaka biblíustef í kvikmyndum eða guðfræðilegar áherslur. Spurningin sem hún leggur upp með er fyrst og fremst ,,hvaða skilaboð eru í kvikmyndum um siðferðileg álitamál og náunga okkar? Samkvæmt Miles felst hið trúarlega í kvikmyndum fyrst og fremst í því hvernig kvikmyndir svara spurningunni um ,,hvernig líf okkar á að vera?“ Nálgun Miles er mjög í anda kvennaguðfræðinnar og hún er á vissan hátt bæði íhaldssöm og frjálslynd. Hún er íhaldssöm að því leyti að Miles krefst þess að kvikmyndir séu góðar fyrirmyndir. Hún hamrar t.d. á mikilvægi þess að lauslæti sé ekki sýnt á skjánum og að þeir sem sænga saman stundi öruggt kynlíf. Hún segir að á tímum eyðni væri allt annað ábyrgðarleysi. …