Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow.
Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow. Morguninn 6. apríl bauð Smárabíó fjölmiðlum á kynningu, á nýjustu mynd Roland Emmerich, Þess sama og leikstýrði myndum á borð við Universal Soldier (1992), Stargate (1994), Independence Day (1996), Godzilla (1998) og The Patriot (2000). Roland Emmerich er vinsæll Hollywood leikstjóri, en myndir hans ganga út á það að vera með eins stórt og mikið af öllu og hægt er. Mottóið virðist vera „The Bigger the better“. Auglýsingaplakat fyrir The Day After TomorrowNýjasta afurð Roland Emmerich heitir The Day After Tomorrow (2004) og verður frumsýn 26.-28. maí um heim allan. The Day After Tomorrow fjallar um heimsendi af völdum gróðurhúsaáhrifa, en afleiðingarnar eru t.d. þær að á aðeins örfáum dögum skellur á ný ísöld. Sýndur var um hálftími úr myndinni, þ.m.t. öll helstu tæknibrelluatriðin, þar sem Los Angeles og New York voru lagðar í rúst. Tæknibrellurnar voru reyndar mjög flottar og hljóðvinnslan stórkostleg. Myndin hefur dregist inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, en Bush hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að neita að skrifa undir alþjóðlegar samþykktir …