Kvikmyndir

Futurama 1:4 Love’s Labours Lost in Space

Futurama: Love's Labour Lost in Space

Leikstjórn: Matt Groening
Handrit: Matt Groening
Leikarar: Billy West, Katey Sagal, John DiMaggio,
Upprunaland: Bandaríkin
Tungumál: Enska
Ár: 1999
Lengd: 20mín.
Hlutföll: 1.33:1
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Þættirnir greina frá Fry sem er pizzusendill. Á gamlárskvöldi árið 1999 hrasar hann inn í frystiklefa. Þegar hann vaknar upp 1000 árum síðar hittir hann eineygðu geimveruna Leelu og vélmennið Bender. Saman lenda þau í heilmiklum ævintýrum í starfi sínu fyrir flutningsfyrirtækið Planet Express.

(Þetta er lýsing á söguþræði þáttanna almennt, en ekki einstakra þátta).

Almennt um myndina:
uturama kemur úr smiðju Matts Groenings sem er maðurinn á bak við Simpsons þættina vinsælu. Þættirnir eru gerðir í svipuðum stíl og Simpsons, en gerast í framtíðinni. Nánar tiltekið gerast þættirnir í upphafi 31. aldarinnar. Sögusviðið er jörðin og himingeimurinn. Söguhetjur Futurama starfa allar hjá flutningsfyrirtækinu Planet Express sem er í eigu hins aldna prófessors Hubert J. Farnsworth.

Aðalsöguhetjurnar þrjár eru Philip J. Fry, pizzusendill frá 20. öld sem var frystur af slysni og lá í dvala í 1000 ár; hin eineygða Turanga Leela, sem er skipstjóri hjá Planet Express; og vélmennið úrilla Bender. Einnig koma við sögu dr. John A. Zoidberg, geimvera frá plánetunni Decapod 10; hin unga Amy Wong sem er frá Mars og skrifstofumaðurinn Hermes Conrad.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í þættinum eru Fry og félagar send til að bjarga dýrum af plánetunni Vergon 6 sem er við það að falla saman. Leela líkir þessari aðgerð við Örkina hans Nóa og gefur í skyn að þau þurfi að bjarga tveimur af hverri tegund. Þegar einn úr hópnum spyr hvers vegna dýrin þurfi er svarið að það sé til að þau geti fjölgað sér.

Sjá má hliðstæðu við 1M 6.14-21, þar sem segir:

En þú skalt gera þér örk af góferviði. Hafðu vistarverur í örkinni og bikaðu hana utan og innan. Þannig skaltu smíða hana: Lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir. Settu þekju á örkina og hafðu alin milli hennar og hliða arkarinnar. Þú skalt setja dyrnar á hlið hennar og hafa þrjú þilför, neðst, í miðju og efst. En ég læt vatnsflóð steypast yfir jörðina til að tortíma öllu holdi sem lífsanda dregur undir himninum. Allt sem á jörðinni er skal farast. En ég mun stofna til sáttmála við þig. Þú skalt ganga í örkina, þú og synir þínir, kona þín og tengdadætur þínar með þér. Láttu ganga með þér í örkina tvennt af hverju, karlkyns og kvenkyns, af öllum lífverum til þess að þær haldi lífi með þér. Til þín skulu þau ganga, af fuglunum eftir þeirra tegundum, af búfénu eftir þeirra tegundum og af skriðdýrum jarðarinnar eftir þeirra tegundum, tvennt af öllu, til þess að þau megi lífi halda. En þú skalt taka af öllu sem etið er og safna því að þér og það skal vera ykkur til viðurværis.“

Örkin hans Nóa kemur einnig fyrir í þættinum Crimes of the Hot (4. ártíð, 7. þáttur). Sá þáttur fjallar um hlýnun jarðar.

Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 6.14-21
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: Örkin hans Nóa