Leikstjórn: Gianfranco Baldanello [undir nafninu Frank G. Carroll]
Handrit: Gianfranco Baldanello [undir nafninu Frank G. Carroll], Alfonso Brescia [undir nafninu Al Bradley], Adriano Micantoni [undir nafninu Peter White] og Alfredo Varelli [undir nafninu John Warrel]
Leikarar: Carl Möhner, Ivano Staccioli [undir nafninu John Heston], Topsy Collins, Anthony Garuf, José Torres, Mila Stanic og Attilio Dottesio
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1965
Lengd: 87mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0058862
Einkunn: 1
Ágrip af söguþræði:
Gulllest er send í gegnum óbyggðir vestursins í von um að bófaforingi, sem kennir sig við djöfulinn, bíti á agnið og freisti þess að ræna henni.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Frekar slakur spaghettí-vestri sem skilur ekkert eftir sig. Allavega var ég búinn að steingleyma öllu úr honum daginn eftir að ég sá hann fyrst og neyddist því til að horfa á hann aftur til að geta skrifað eitthvað um hann.Það eina áhugaverða við kvikmyndina út frá trúarlegum sjónarhóli er að aðalskúrkurinn skuli kenna sig við djöfulinn, en slíkt er reyndar ekkert einsdæmi í spaghettí-vestrum.
Guðfræðistef: djöfullinn
Siðfræðistef: manndráp, svik