Kvikmyndir

Harry, un ami qui vous veut du bien

Leikstjórn: Dominik Moll
Handrit: Gilles Marchand og Dominik Moll
Leikarar: Laurent Lucas, Sergi López, Mathilde Seigner og SophieGuillemin
Upprunaland: Frakkland
Ár: 2000
Lengd: 117mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0216800
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Michel er á leið í sumarfrí með fjölskyldu sinni þegar hann rekst á Harry, gamlan skólafélaga sinn. Hann þekkir Harry ekki í fyrstu, en Harry man vel eftir honum. Kannski of vel …

Harry og ástkona hans Prun, fylgja Michel og konu hans eftir og þótt allt sé yndislegt í fyrstu kemur í ljós að Harry er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er reddari, sem vill að hlutirnir gangi snuðrulaust fyrir sig. En hversu langt er réttlætanlegt að ganga til að „redda“ málunum?

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þetta er um margt afar athyglisverð mynd. Hér er á ferðinnisálfræðitryllir í anda Hitchcock sem kemur sífellt á óvart. Hana má skoða frá ýmsum sjónarhornum.Myndin er byggð upp eins og hefðbundin gotnesk hrollvekja. Þótt ekki sé ferðast til ókunnugra staða langt í austri (sbr. Drakúla ) þá ferðast fjölskyldan engu að síður frá heimabæ sínum og dvelur í niðurníddu húsi. Það er meira að segja lögð áersla á þetta með því að sýna þau keyra lengi í gegnum þéttan skóg þar sem hvergi sést til mannabyggða. Síðar er Harry sýndur keyra í morðhug eftir þessum vegi en þá er vegurinn sýndur hlykkjast í gegnum skóginn eins og eiturnaðra. Bústaðurinn er síðan kvikmyndaður og lýstur upp eins og um draugahöll sé að ræða. Það er því allt gert til að vekja upp hugrenningartengsl við hrollvekju í gotneskum stíl.Í þessari mynd eru það þó ekki draugar eða vampýrur sem bíða aðalpersónannaheldur gamall skólafélagi Michel, Harry að nafni. Þótt Harry vilji ekkidrekka úr Michel blóðið þá má að vissu leyti segja að hann vilji það íóeiginlegri merkingu. Blóðið sem Harry þráir er skáldagáfa Michel, en ávissan hátt þrífst hann á skáldkap hans og hefur gert síðan þeir voru ímenntaskóla. Harry vakir flestar nætur, borðar egg (en í trúarbrögðum táknaegg oft nýtt líf, ódauðleika eða upprisu, þ.e. þau þjóna sama hlutverki ogblóðið), keyrir svörtum bíl og klæðist svörtum fötum. Atferli hans ogmyndmálið undirstrikar því allt þessi tengsl.“Skáldavampýran“ Harry beitir hefðbundinni leið til að ná fram markmiði sínu: freistingum. Þær eru tvennskonar, annars vegar efnislegar, hann kaupir bíl handa Michel og býðst til að borga honum fyrir ritstörfin. Hins vegar andlegar (eða sálrænar), því hann kyndir undir sjálfstrausti og sjálfumgleði Michel og lætur honum finnast sem framtíðin sé bjartari ef hann bara skrifi.Í þessu sambandi kviknar athyglisverð siðferðisspurning: Hversu langt er réttlætanlegt að einhver gangi í því að móta líf annars fólks svo að honum sjálfum líði betur? Harry gengur býsna langt í inngripi sínu í líf Michel. Við fyrstu sýn lítur svo út sem hann sé að bæta það, en í raun stefnir hann fyrst og fremst að uppfyllingu eigin þarfa og langana. Þar með er hann farinn að hlutgera Michel og nota hann (og hans líf) sem leið að einhverju persónulegu markmiði sínu.Í raun má sjá Harry sem tákn innri freistinga Michel. Honum finnst líf sitt vera misheppnað og að ekkert hafi orðið úr sér. Fjölskylda hans er ein megin ástæðan fyrir því að draumarnir hafa ekki ræst. Harry kemur síðan eins og lítill innri púki sem minnir hann á bernskudrauma og glæstar vonir og hvíslar því að honum að svar hans við vandanum sé að losa sig við fjölskyldu sína og allar sínar skuldbindingar. Söguþráðurinn er því á margan hátt áþekkur The Shining.Michel verður að sigrast á freistingunum og yfirbuga illskuna. Takist honum það stendur hann uppi sterkari fyrir vikið. Þetta sést vel í lok myndarinnar en eftir að Michel hefur drepið Harry er bústaðurinn sýndur baðaður í geislum sólar og rétt eins og heimurinn hafi verið hreinsaður af illsku sinni. Þarna birtist hinsvegar ákveðinn tvískinnungur í myndinni því með því að myrða Harry og láta sem ekkert hafi í skorist birtist Michel okkur sem siðblindur. En það er ekkert unnið með þetta frekar í myndinni.Það er athyglisvert að horfa til þess, að í lok myndarinnar velur Michel í raun allt aðra leið en þá sem Harry hafði boðið: Hann heldur fjölskyldunni og byrjar aftur að skrifa. Í glímu sinni við sorgina eftir missi foreldra sinna tók hann sér nefnilega penna í hönd og veitti tilfinningum sínum útrás í skriftum. Þannig urðu þessi freisting og glíman við sorgina Michel vel nýtt tækifæri til vaxtar sem breytti lífi hans til hins betra.Í öðru lagi er það spurningin um fjölskyldulíf, einkum samband foreldra og barna. Það er augljóst í myndinni að það er ákveðina spenna milli Michel og foreldra hans. Foreldrarnir eru ekki alveg búin að sleppa af honum hendinni, en að sama skapi hefur hann ekki slitið sig fyllilega lausan. Þetta hefur keðjuverkandi áhrif inn í fjölskyldulífið hjá Michel, sem var ekki mjög gott. Lærdómurinn sem má draga af myndinni m.t.t. þessa er sá að hreinskilni og samræða geta gert kraftaverk.–>Myndin endar á athyglisverðum nótum. Eftir að Harry hefur myrt kærustu sína Plum og Michel komið að honum (og reyndar hjálpað honum, hálfdofinn, að bera líkið út og koma því fyrir) segir Harry við Michel eitthvað á þessa leið: „Ég tek börnin og þú konuna … eða viltu að ég drepi þau öll.“ Hann vill auðvitað ryðja síðustu hindruninni úr vegi til að Michel geti ótrauður haldið áfram að skrifa. Þarna er sem Michel átti sig og hann bregst við með því að drepa Harry. Svo tekur hann líkið og kemur því fyrir í holu og heldur áfram að lifa lífi sínu. Hér opinberast viss siðblindu hjá Michel sem ljóstrar upp um hans innri mann. Hann er maður millivegsins, sá sem tekurlitla áhættu og vill engin vandræði. Daginn eftir þetta vaknar hann, sólin skín í heiði og fjölskyldan er glöð og reif. Og þannig skilur myndin við áhorfandann, örlítið ráðvilltan yfir þessari óhefðbundnu leið sem er farin.–>

Guðfræðistef: sorg, dauði, freisting
Siðfræðistef: lygi, morð, andlegt ofbeldi, þráhyggja
Trúarleg tákn: Snákur
Trúarlegt atferli og siðir: Útför