Leikstjórn: Michael Winterbottom
Handrit: Hossein Amini. Byggt á skáldsögunni Jude the Obscure eftir ThomasHardy.
Leikarar: Christopher Eccleston, Kate Winslet, Liam Cunningham, RachelGriffiths, June Whitfield, Ross Colvin Turnbull, James Daley, Berwick Kaler,Sean McKenzie, Richard Albrecht, Caitlin Bossley, Emma Turner, LorraineHilton, James Nesbitt, Mark Lambert og Paul Bown
Upprunaland: Bretland
Ár: 1996
Lengd: 122mín.
Hlutföll: 2.35:1
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Jude Fawley dreymir um að ganga menntaveginn en vegnastéttaskiptingar, forboðinnar ástar og dómhörku samfélagsins reynist honumerfitt að láta drauma sína rætast.
Almennt um myndina:
Jude er byggð á skáldsögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy,en hún olli svo miklu fjaðrafoki og hneykslun þegar hún kom út árið 1895 aðHardy hótaði því að skrifa aldrei skáldsögu aftur. Hann stóð við þau heit.Sagan segir að biskupinn í Wakefield hafi misboðið svo „ósvífni ogdónaskapur“ sögunnar að hann kastaði bókinni á eldinn. Það sem fór hvað mestfyrir brjóstið á fólki var árás bókarinnar á hjónabandið, kynlífið ogástarsamband frændsystkina.
Helsti styrkur myndarinnar er stórkostlegur leikur Kate Winslet semgjörsamlega stelur senunni og heldur myndinni uppi að mörgu leyti, hógvær enseiðandi tónlist eftir Adrian Johnston og þétt leikstjón MichaelWinterbottom. Sem betur fer forðast kvikmyndagerðamennirnir að dvelja viðflotta búninga og sannfærandi sviðsmynd og þarf maður því aldrei að sitjaundir senum þar sem leikstjórinn notar hvert tækifærið á fætur öðru til aðstáta sig af sviðsmyndinni eða búningunum, eins og svo oft vill oft verða íbúningsdrama. Hér er það fyrst og fremst sagan og persónusköpunin sem fær aðnjóta sín í glæsilegri kvikmyndatöku Eduardo Serra. Serra og Kate Winsletfengu reyndar verðlaun en á tiltölulega óþekktum kvikmyndahátíðum, en bæðiáttu þau skilið mun meira hrós fyrir frammistöðu sína í þessari mynd.Christopher Eccleston er í hlutverki Jude Fawley og sleppur ágætlega fráhlutverki sínu þótt hann standi vissulega í skugga Kate Winslet.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það eru margar Biblíuvísanir í myndinni sem og önnur áhugaverðsiðferðis- og trúarstef. Ég ætla þó að leggja sérstaka áherslu á hliðstæðunavið Jobsbók. Það skal þó tekið fram í upphafi að þótt vísað sé í Jobsbók ímyndinni er ég ekkert viss um að markmið þeirra sem stóðu að gerðmyndarinnar hafi verið að endursegja hana eða vinna með stef hennar. Það semvakir fyrir mér er fyrst og fremst að skoða hliðstæður milli þessara tveggjaverka.
Jude er á engan hátt endursögn á Jobsbók. Hvergi er því haldið fram að Judesé syndlaus, þar er enga himnasenu að finna og ekkert lokauppgjör. Ekkertheyrist í Guði og er því ekki einu sinni svarað hvort hann sé yfir höfuðtil. Þá er ekkert niðurlag þar sem Jude fær allt tvöfalt að lokum.Hliðstæðurnar eru meira í boðskapnum sjálfum ásamt afmökuðum senum, eins ogfjölskyldumissi og deilum um synd eða sakleysi og má í raun segja aðkvikmyndin Jude eigi meira skylt við ljóðhluta Jobsbókar en söguhlutann.
JobsbókEn hvað fjallar Jobsbók um? Margir hafa glímt við þá spurningu og er langtfrá því að fræðimenn hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um málið. Íflestum nýrri skíringarritum er talið að Satan í sögunni sé ekki sá djöfullsem við þekkjum í dag, heldur einn af englum og þjónum Guðs í hinni himneskuhirð sem hefur það hlutverk að rannsaka gjörðir manna. Þá er jafnframt taliðað sá Satan sem við þekkjum í dag sé yngri tilurð. Hér er heldur ekkertveðmál í gangi eða keppni á milli Satans og Guðs um sálir mannanna, eins oghefðin hefur túlkað textann. Í bókinni er leitað svara við þeirri spurninguhvers vegna fólk þjáist. Svarið er ekki aðeins fólgið í því að vegir Guðsséu órannsakanlegir og að það þurfi að treysta Drottni heldur ekki síður þaðað Guð reynir fólk á lífsleið þess og kannar hversu einlægt það er í trúsinni. Fólk þjáist því ekki bara vegna synda sinna heldur getur saklausmaður allt eins þjáðst vegna prófrauna Guðs. Vandinn sem við stöndum frammifyrir er því sá að við vitum ekki hvort við þjáumst vegna refsingar Guðs eða prófrauna,enda fullkomlega syndlaust fólk aðeins að finna í goðsögum eða dæmisögumeins og Jobsbók. Öll höfum við eitthvað á samviskunni.
Í kvikmyndinni Jude er einmitt tekist á við þessa spurningu. Þjást Jude ogSue, aðalpersónur sögunnar, vegna eigin synda eða eru einhverjar aðrarástæður þar að baki?
UpphafsatriðiðEn lítum aðeins á söguþráðinn áður en lengra er haldið. Í upphafimyndarinnar sjáum við Jude ganga um akur þar sem hann hræðir krákur í burtumeð. Senan er nokkuð drungaleg; stór og auður akur, allt í svart-hvítu og ástöng hanga dauðar krákur, öðrum til viðvörunar. Á miðri leið stoppar hannhins vegar og nær í brauðhleif sem hann mylur og hann dreifir á akurinnfyrir krákurnar. Í þessu kemur bóndinn og veitir Jude ærlega hýðingu fyriróþekktina.
Þetta upphafsatriði er mjög áhrifamikið en ekki er augljóst hvernig beri aðtúlka það. Líklega er óhætt að segja að umhverfið sé ekki jákvætt. Krákureru oftast neikvæðar í táknfræðinni og gætu krákurnar því verið óheillamerkisem Jude á síðar meir eftir að kalla yfir sig. Ekki bætir úr skák að Jude erlengst af einn á þessum stóra og einsleita akri og sá eini sem á eftir aðhafa samskipti við hann gerir það til að refsa honum Þótt vissulega megilíta á verknað Jude sem góðsemd við krákurnar verður ekki fram hjá því horftað hann óhlýðnast fyrirmælum með því að fá fuglana við að sækja í akurinn.Þess vegna er freistandi að líta á þetta myndskeið sem daður Jude við þaðsem samfélagið hefur lagt bann við, þ.e. syndina. Þá má e.t.v. líta ábóndann sem fulltrúa samfélagsins eða sjálfs Guðs. Ef myndskeiðið er túlkaðsvona slær upphafið tóninn fyrir það sem á eftir að kemur.
Eftir þetta myndskeið fylgir Jude kennara sínum út úr bænum en hann er áleið til menntaborgarinnar Christminster. Kennari Jude bendir á borgina semer böðuð í sólstöfum eins og guðsríki og hvetur piltinn að fórna öllu til aðöðlast menntun. Það muni borga sig að lokum því að þá geti hann valið sínaeigin framtíð. Eftir þetta menntar Jude sig nótt sem nýtan dag í þeirri vonað komast í nám í Christminster. Lykkja verður þó á leið hans er hannkynnist Arabellu, dóttur svínabónda, sem reynir að tæla Jude með því aðgrýta í hann svínshjarta. Jude lætur að lokum til leiðast en neyðist síðantil að giftast Arabellu þegar hún segist vera ólétt.
Enn einu sinni er Jude umkringdur dýrum sem hafa neikvæða merkingu, núsvínum. Hann reynist þó lítill svínabóndi og stynur upp eftir að hafaslátrað fyrsta svíninu: „Guði sé lof fyrir að það er dautt.“ Arabellahreytir þá í hann á móti: „Hvað hefur Guð með svínaslátrun að gera?“ Þegarfimm mánuðir eru liðnir á meðgönguna fer Jude að gruna Arabellu um að hafalogið til um óléttuna, en hún ákveður að yfirgefa hann og flytja tilÁstralíu svo hann geti látið menntadraum sinn rætast.
Sue Brighthead og stéttaskiptingÞegar Jude kemur loks til Christminster kynnist hann frænku sinni SueBrighthead en hann hafði löngum starað heillaður á mynd af henni heimafyrir. Jude verður yfir sig ástfanginn af hinni uppreisnargjörnu Sue semneitar að lúta boðum og bönnum samfélagsins, efast um sanngildi kristninnarog tilvist Guðs, telur sig meira en jafnoka karlmanna og fyrirlíturhjónabandið sem stofnun. Þrátt fyrir neikvæða afstöðu til trúarbragða mætirhún samt til kirkju því að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Judeer hins vegar mjög trúaður, mætir iðulega í sunnudagsmessur, státar sig afþví að kunna postullegu trúarjátninguna utan að á latínu og les reglulega ígríska Nýja testamentinu. Hann á því erfitt með að skilja fjandskap Sue ígarð kristinnar trúar.
Þegar Jude sækir loksins um að komast í skóla í Christminster er honumhafnað á þeirri forsendu að hann er verkamaður. Jude reiðist vegna þessarafordóma og skrifar í stórum stöfum á vegg í borginni: „En ég hefi vit einsog þér“ og bætir við fyrir neðan „Job 12:3“.
Í Jobsbók er þessum orðum beint til þriggja vina Jobs sem reyna að sannfærahann um að hann sé syndugur og eigi refsingu Guðs skilið, enda telja þeirsig skilja lögmál Guðs betur en Job. Í raun má segja að í kvikmyndinni séallt samfélagið í hlutverki vinanna þriggja og þá sérstaklega menntaelítan íChristminster. Nafn þessarar tilbúnu borgar er sérstaklega áhugavert hvaðþetta varðar en það mætti þýða sem höfuðkirkja Krists eða dómkirkja Krists.Borgin er því kannski sjálfskipuð málpípa Drottins, rétt eins og vinir Jobs.Samfélagið lætur sér þó ekki nægja að kveða upp um hver hafi rétt tilmenntunar og hver ekki, og viðhalda þannig ranglátri stéttarskiptingu,heldur leggur það líf Jude í rúst með því að fordæma samband hans við Sue útfrá eigin afstæðu siðferðisviðmiðunum. Eins og vikið verður að hér síðarfjallar myndin einmitt að stórum hluta um ólík viðhorf til siðferðis, lagaog trúmála.
Forboðið ástarsambandSue reynir að koma í veg fyrir að ástarsamband hennar og Jude gangi lengrameð því að giftast gamla kennara hans en það varir stutt og yfirgefur hún aðlokum eiginmann sinn og fer á flakk með Jude. Bæði eru þau gift öðru fólkien Sue sér enga ástæðu til þess að sækja um skilnað enda lítur hún svo á aðgifting sé bara leið ríkisstjórnarinnar til að skipta sér af því með hverjumhún búi. Hún þurfi ekki á leyfi hennar að halda. Vandinn er hins vegar sá aðSue vill koma hreint fram í stað þess að beita blekkingum og felur það þvífyrir engum að þau Jude hafi ekki gengið í það heilaga. Þeim reynist þvíerfitt að halda vinnu eða leiguíbúðum og neyðast til að flytja frá einumstaðnum til annars.
Jude ákveður samt að reyna enn einu sinni að láta draum sinn rætast íChristminster enda segist hann elska borgina þótt íbúar hennar líti niðurtil hans. Sue svarar honum þá að hann sé enn draumamaðurinn Jósef, hinntragíski Don Kíkóte og stundum sé hann Stefán dýrlingur sem sér himnanaopnast jafnvel þegar verið er að grýta hann.
Þegar Jude og Sue koma til Christminster með börn sín þrjú upp á armana erþeim vísað út úr leiguherbergi á þeirri forsendu að þau lifi í „synd“. Aðlokum reynist álagið svo mikið á fjölskylduna að sonur Jude, sem hann áttimeð Arabellu, kæfir tvær yngri systur sínar og hengir sig að lokum. Þessiatburður og ritningartextinn sem presturinn les yfir gröfum barnannaumbyltir lífi þeirra beggja, en textinn er sóttur í 1Kor 4:9-14 og hljómarsvona:
„Mér virðist Guð hafa sett oss á leiksvið, frammi fyrir öllum heiminum, bæðienglum og mönnum. Vér erum heimskir sökum Krists, en þér vitrir fyrirsamfélag yðar við Krist! Vér erum veikir, en þér sterkir, þér eruð í hávegumhafðir, en vér óvirtir. Allt til þessarar stundar þolum vér hungur, þorstaog klæðleysi, oss er misþyrmt, vér höfum engan samastað, og vér stöndum íerfiði og verðum að vinna með eigin höndum. Hrakyrtir blessum vér, ofsóttirumberum vér, lastaðir áminnum vér. Vér erum orðnir eins og sorp heimsins,afhrak allra allt til þessa. Ekki rita ég þetta til þess að gjöra yðurkinnroða, heldur til að áminna yður eins og elskuleg börn mín.“
Syndug eða saklaus?Sue sannfærist nú um að hún hafi lifað í synd og að dauði barna hennar sérefsing frá Guði. Jude harðneitar að skrifa undir þessa túlkun hennar ogsegir að Guð hafi ekkert með dauða þeirra að gera, þetta hafi einfaldlegaverið slys. Hún af öllum ætti að vita það. Sannfæring Sue haggast hins vegarekki og vitnar hún að lokum í textann úr fyrra Korintubréfi sem lesinn varyfir börnum hennar máli sínu til stuðnings og gengur til kirkju til aðbiðjast fyrir.
Í kirkjunni kemst Sue að þeirri niðurstöðu að það eina rétta í stöðunni séað fara aftur til eiginmanns síns og hvetur hún Jude til að skrifa eiginkonusinni og biðja hana um að taka aftur við honum. Þegar Jude reynir að teljaSue hughvarf býðst Sue til að biðja fyrir þeim báðum en Jude segir hana getasleppt því að biðja fyrir sér. Hann sé saklaus og að ef einhvern tímann hafitvær manneskjur verið hjón á þessari jörð þá hafi það verið þau tvö. Þannigskilja leiðir þeirra beggja og fer í raun fyrir Jude eins og Job, Hannglatar öllu, bæði fjölskyldu sinni og trausti á æðri máttarvöld.
Eins og sjá má á þessari yfirferð fjallar myndin að stórum hluta um þaðhvernig þessum góðviljaða manni ríður af í erfiðleikum. Eins og Job er Judesanntrúaður og heiðarlegur í myndarbyrjun og þegar áfallið ríður yfir neitarhann að iðrast gjörða sinna, þar sem hann sé saklaus, jafnvel þóttsamfélagið, rétt eins og vinir Jobs, segi annað.
Sömuleiðis er áhugavert að bera Sue saman við eiginkonu Jobs. sem hveturhann til að bölva Guði. Sue gengur í raun æði nálægt því framan af myndinni,en hún efast um tilvist Guðs, hæðist að trúrækni Jude og ræðst jafnt aðkristnum gildum sem samfélagslegri stöðu kristinnar trúar. Sue gjörbreytisthins vegar við áfallið mikla og má segja að þau skipti um hlutverk í lokmyndarinnar.
Í myndinni kemur aldrei fram hvort þjáning Jude sé prófraun, refsing,óhjákvæmileg afleiðing syndugs lífernis þeirra eða einstakt ólán tilkomiðvegna félagslegs misréttis og erfiðrar lífsbaráttu. Við vitum heldur ekkihvort Guð hafi verið að verki í þessari sögu. Sue telur svo vera á meðanJude hafnar því að lokum. Ef Guð var með fingurna í þessu öllu saman, voruraunir þeirra þá refsing eða prófraun? Og hvort þeirra hafði rétt fyrir sér,Jude eða Sue? Ólíkt Jobsbók fáum við aldrei svar við þeirri spurningu,ekkert frekar en í lífinu almennt.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: testamentið, Jb 12:3, Pd 6:12; Mt 27:37; 1Kor 4:9-14, postullegatrúarjátningin, Ódýsseyfskviða
Hliðstæður við texta trúarrits: Jobsbók
Persónur úr trúarritum: Venus, Apalló, Hómer, engill, Lasarus
Sögulegar persónur: píslavottar
Guðfræðistef: synd, hjátrú, bölvun, tvíhyggja, stolt, refsing, iðrun,samviskubit, tilvist Guðs, píslarganga Krists
Siðfræðistef: menntun, hirting, skírlífi, framhjáhald, jafnrétti kynjanna,félagslegt réttlæti, fátækt, stéttarskipting, hræsni, dómharka
Trúarbrögð: kristin trú, rómversk kaþólska kirkjan, hjátrú,guðleysi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: Olíufjall, Síon, Jerúsalem, Móríafjall, Kalvarý, Jósafatsdalur,kirkja
Trúarleg tákn: kráka, svín, egg, kross, róðukross, kirkjuklukka,sólstafir
Trúarleg embætti: prestur
Trúarlegt atferli og siðir: gifting, jarðarför, messa, bæn
Trúarleg reynsla: afturhvarf