Kvikmyndir

Lost Souls

Leikstjórn: Janusz Kaminski
Handrit: Pierce Gardner
Leikarar: Winona Ryder, Ben Chaplin, Philip Baker Hall, Elias Kotea, Sarah Wynter, John Hurt
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2000
Lengd: 98mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0160484
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Maya Larkin telur sig hafa fundið son Satans sem mun innan tíðar breytast í And-krist. En hefur hún rétt fyrir sér? Og ef svo, mun henni þá takast að stöðva valdatöku Satans?

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þetta er ein af fjölmörgum heimsslitamyndum (eins og The Omen, Devil’s Advocate, The Ninth Gate og fl.), þar sem Djöfullinn reynir að ná völdum og hinir kristnu gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að markmið hans nái fram að ganga. Það er margt áhugavert í þessari mynd. Eins og í flestum myndum þar sem Satan eða illir andar koma fyrir eru hinir andsetnu með kynlíf á heilanum. Sú hugmynd að Satan sé kynóður á líklega uppruna sinn í sögunni af Adam og Evu, en í kristinni túlkunarhefð hefur kynlíf oft verið tengt fallinu.Önnur vísun í Eden söguna er þegar „Satan“ reynir að freista sonar síns, en hann segir hann muni verða alvitur og alvaldur. Senan minnir að sjálfsögðu á freistingu Krists en ólíkt henni býður Satan honum þekkingu.Myndin byrjar á eftirfarandi orðum: „Maður sem getinn er í blóðskömm, mun verða Satan, og heimurinn verður aldrei samur á ný.“ Undirskriftin er: „Fimmta Mósebók, bók 17“. Þessi orð eru hins vegar hvorki í Fimmtu Mósebók né Biblíunni. Ekki veit ég því hvaðan þessi texti er tekinn.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Opb 13:18, Mt 6:9-13, Lk 11:2-4
Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 3, 1M 6:5-9:17, Mt 4:1-11, Mk 1:12-13, Lk 4:1-3
Persónur úr trúarritum: engill, Gabríel, Guð, HeilagurAndkristur, illir andar, Jesús Kristur, Jóhannes skírari, María mey, Páll, Pétur, Rafael, Satan, Þrenningin
Guðfræðistef: heimsslit, illska, miskunn Guðs, vald, þekking
Siðfræðistef: lygi, morð
Trúarbrögð: djöfladýrkendur, Rómverska kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: krikja
Trúarleg tákn: fimm arma stjarna, heilagt vatn, róðukross, talnaband
Trúarlegt atferli og siðir: borðbæn, bæn, djöflamessa, djöflaskírn, krossmark, signing, skírn, særing,
Trúarleg reynsla: andsetning