Kvikmyndir

Moulin Rouge

Leikstjórn: Baz Luhrmann
Handrit: Baz Luhrmann og Craig Pearce
Leikarar: Nicole Kidman, Ewan McGregor, John Leguizamo, Jim Broadbent og Richard Roxburgh
Upprunaland: Ástralía, Bandaríkin
Ár: 2001
Lengd: 127mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0203009
Einkunn: 4

Ágrip af söguþræði:
Fátækur rithöfundur berst við velefnaðann hertoga um ástir feigrar gleðikonu í hinni alræmdu Rauðu Myllu í París.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það er ekki oft að maður fær það á tilfinninguna þegar maður fer í bíó að maður hafi orðið vitni að tímamótaatburði í kvikmyndasögunni. Moulin Rouge er þess háttar kvikmynd. Myndin er fullkomin í alla staði. Klippingar eru töfrum líkastar, kvikmyndatakan frumleg, búningahönnun og sviðsmyndir snjallar og tónlistin stórkostlega útsett. Söguþráðurinn er svo sem ekkert frumlegur. Önnur hver ópera fjallar um sama efni, t.d. La Bohem. En það skiptir ekki máli því eins og í óperum er söguþráðurinn aukaatriði. Moulin Rouge er fyrst og fremst veisla fyrir augu og eyru.

Myndin gerist í hóruhúsi, þ.e. syndarbæli eða Sódómu eins og Rauða myllan er einnig kölluð í myndinni. Á þessum stað er syndin upphafin á meðan ástin er synd. Christian (Ath nafnið) verður hins vegar ástfanginn af Satine, eftirsóttustu gleðikonu staðarins. En syndin kemur í veg fyrir að þau geti sameinast því ást og kynlíf hafa verið aðskilin.

Það eru margar tilvísanir til Indversks átrúnaðar í myndinni. Satine dregur nafn sitt af gyðjunni Sati. Uppruni hennar er að rekja til Egyptalands en á Indlandi var helgidómur hennar Abu, Fílaborgin. Sagan segir að afkvæmi hennar og fílaguðsins hafi verið Búdda sjálfur. Það er því líklega engin tilvilun að íbúð Satine skuli vera risastór fíll.

Nöfn Christians og Satine vísa því bæði til helgra persóna, en syndin (hertoginn) reynir að koma í veg fyrir að þau geti sameinast.

Ekki bíða eftir því að Moulin Rouge komi á myndbandi eða DVD. Þetta er ein af þeim myndum sem maður verður að sjá í bíó.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 19:1-29
Persónur úr trúarritum: Sati
Guðfræðistef: frelsi, kærleikur, ást, illska, synd
Siðfræðistef: hórdómur, tilraun til nauðgunar, morð
Trúarbrögð: kristni
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: Sódóma
Trúarlegt atferli og siðir: skriftir, signing