Kvikmyndir

My First Mister

Leikstjórn: Christine Lahti
Handrit: Jill Franklyn
Leikarar: Leelee Sobieski, Albert Brooks, John Goodman, Henry Brown, John Goodman,Desmond Harrington, Carol Kane, Michael McKean, Pauley Perrette, Lisa Jane Persky,Mary Kay Place, Katee Sackhoff og Matthew St. Clair
Upprunaland: Bandaríkin og Þýskaland
Ár: 2001
Lengd: 108mín.
Hlutföll: 2.35:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Hin 17 ára Jennifer er uppreisnarunglingur með litla framtíðarmöguleika.Randall er 49 ára steinrunninn búðareigandi sem gæti rétt eins verið dauður núþegar. Líf þeirra tekur hins vegar stórum breytingum þegar Randall ræður Jennifer ívinnu.

Almennt um myndina:
My First Mister er fyrsta kvikmynd Christinu Lahti í fullri lengd en húnfékk áður óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina Lieberman In Love (1995). Lahti er þóekki alveg ókunnug kvikmyndageiranum því að hún hefur leikið í sjónvarpsmyndum fráárinu 1978. Ég hef reyndar ekki séð Lieberman In Love en af þessari mynd að dæma erljóst að Lahti er langt frá því að vera á rangri hillu.

Tveir þriðju hlutar myndarinnar eru hrein dásemd og þá er nú mikið sagt því að svona„ólíkar-manneskjur-verða-vinir-myndir“ eru orðnar ansi þreyttar og útjaskaðar.Handritið er vel skrifað og drepfyndið, leikstjórnin þétt og leikur tveggjaaðalpersónanna frábær, þeirra Alberts Brooks og Leelees Sobieskis. Vandi myndarinnarer hins vegar síðasti þriðjungur hennar, en þar fer hún fyrst troðnar slóðir ogsekkur í ósvikna væmni.

Af þeim tíu myndum sem í boði eru á bandarísku indíbíódögunum fannst mér þessi sístspennandi og kom hún mér því verulega á óvart. Ástæðan er líklega fáranlegur titillmyndarinnar og ljótt veggspjald.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Eins og fyrr segir fjallar gamanmyndin My First Mister um ólíkaeinstaklinga sem ná saman og kenna hvorum öðrum sitt hvað um lífið. Jennifer ogRandall eiga það þó sameiginlegt að vera algjörir einstæðingar.

Í upphafi myndarinnar segir Jennifer að hún sé „ekkert mikið gefin fyrir fólk“. Húner alþakin eyrnalokkum, litar hárið á sér fjólublátt, gengur um í svörtumpönkarafötum, brennir sig og sker, neglir nöglum í gegnum hausinn á dúkkunum sínumog svo mætti lengi telja. Hún hefur ákveðið að heimurinn sé vondur og vill þvíekkert með hann hafa að gera. Þannig horfir hún t.d. jafnan öfugt í kíkinn vegnaþess að henni finnst heimurinn líta betur út þannig. Sjálfsmat Jennifer er mjög lágtog sést það t.d. berlega þegar að því kemur að hún þarf að lesa upp verkefni sitt ískólanum. Áhorfandinn er settur í spor hennar og sér hvernig henni finnst allirskelli hlægja að sér þegar hún les verkefnið upp og steinsofa síðan áður en húnhefur lokið því. Einu vinir Jennifer eru hinir látnu í kirkjugarðinum sem hún sækirreglulega heim og ræðir við.

Randall er með hvítblæði og hræðist þess vegna að bindast öðrum tilfinningaböndum.Hann viðurkennir sjálfur að hann hafi í raun verið dauður. Líf hans er fullkomlegatilbreytingasnautt og tímarit eru einu samskipti hans við hinn ytri heim. Hannhræðist allt og sér lítinn tilgang í að vakna á morgnana. Rétt eins og Jenniferfinnst honum hamingjan stórlega ofmetin.

Það er hins vegar í gegnum vináttu, traust og kærleika sem þau ná saman og kveikjaneista í lífi hvors annars. Jennifer eignast í fyrsta sinn raunverulegan vin semmetur hana að verðleikum. Randall lærir að opna sig og tengjast fólki upp á nýtt.Gott dæmi um þetta er þegar hann liggur banaleguna og hjúkrunarkonan spyr hann hvorthún geti gert eitthvað fleira fyrir hann. Randall svarar þá í fyrsta sinn: „Smáfélagsskapur væri ágætur.“

Randall tekst ekki aðeins að vekja Jennifer aftur til lífsins heldur einnig aðsameina fjölskyldu hennar og bæta samband hennar við foreldra hennar. Hann notar þvísíðustu ævidaga sína til að gefa af sér og skapa eitthvað í stað þess að gefast uppog draga sig út úr heiminum. Að vissu leyti má segja að hann finni tilgang meðlífinu á dánarbeðinu.

Einu trúarlegu tengsl þeirrar endurlausnar sem á sér stað í myndinni eru spíritísk.Jennifer finnur fyrir mætti hinna dauðu þegar hún liggur á gröf þeirra og talarreglulega við ömmu sína. Reyndar kennir hún Randall og móður sinni að gera hið sama.Hún virðist einnig fá aðstoð að handan frá ömmu sinni og biður hana einmitt á einumstað að sjá um sig og kenna sér að dansa. Amman virðist eiga þátt í endurlausninnien eitt af því sem hún gerir er að ræða við Randall og leiðbeina honum í samskiptumhans við Jennifer (þ.e.a.s. ef við tökum orð hans trúarleg).

Í raun má segja að meginviðfangsefni myndarinnar séu þau „F“ orð (upp á ensku) semJennifer skálar fyrir, en þau eru vinátta, fjölskylda, örlög, fyrirgefning og aðeilífu.

Persónur úr trúarritum: draugur
Guðfræðistef: hamingja, örlög, óendanleiki, líf eftir dauðann
Siðfræðistef: samkynhneigð, tvíkynhneigð, þjófnaður, sjálfsvíg, vinátta traust, hatur,ást, eiturlyfjaneysla, fjölskylda, fyrirgefning
Trúarbrögð: spíritismi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: grafreitur
Trúarleg tákn: kristall, kross, davíðstjarna
Trúarlegt atferli og siðir: talað við dauða
Trúarleg reynsla: draumur