Kvikmyndir

Poeme

Leikstjórn: Jesus Franco
Handrit: Jesus Franco
Leikarar: Enginn tilgreindur
Upprunaland: Spánn og Frakkland
Ár: 1979
Lengd: 6mín.
Hlutföll: 1.33:1

Ágrip af söguþræði:
Í ótilgreindu úthverfi eða þorpi leikur fáklædd kona sér að hauskúpu og slátruðu svíni á eldhúsborði.

Almennt um myndina:
Svart-hvít sýra eftir ruslmyndameistarann Jesú Franco sem gerð var meðan á vinnslu mannætuhrollvekjunnar Mondo Cannibal stóð og er skilgreind sem hluti af ófullgerðri mynd þó svo að hún geti alveg talist sjálfstæð stuttmynd. Hún fylgir með kvikmyndinni Eugenie de Sade á DVD diskinum frá Wild East í Bandaríkjunum ásamt tveimur öðrum ófullgerðum svart-hvítum myndum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Óhætt er að segja stuttmyndina siðferðilega þó svo að alls óvíst sé hvort nokkur hugsun liggi að baki hennar.

Guðfræðistef: dauðinn
Siðfræðistef: nekt, siðleysi