Leikstjórn: Darren Aronofsky
Handrit: Hubert Selby Jr.
Leikarar: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connely, Marlon Wayans og Christopher McDonald
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2000
Lengd: 102mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0180093
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Requiem for a Dream, eða Sálumessa draums eins og kalla mætti myndina áíslensku er önnur mynd leikstjórans og handritshöfundarins Darren Aronofsky.Fyrsta mynd hans,Pi, vakti verðskuldaða athygli, en Aronofsky sótti Íslandheim þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíð hér á landi. Væntingar til næstumyndar voru því miklar en fáir bjuggust við þvílíku stórvirki og Requiem Fora Dream. Requiem er einfaldlega ein besta mynd síðasta árs.
Frásagnarmáti og stíll sögunnar er kraftmikill, en myndin skiptistí þrjá hluta sem kallast: „Sumar“, „Haust“ og „Vetur“. Inn í þessa árstíðarskiptinguer ofin saga fjögurra einstaklinga: mæðginanna Söru og Harry Goldfarb,Marion kærustu Harry og Tyrone vinar þeirra tveggja. Öll eiga þau þaðsameiginlegt að vera fíklar og öll lenda þau í því að fíknin rænir þau draumum þeirra. Myndin fjallar því fyrst ogfremst um fíkn í víðustu merkingu orðsins, þ.e. áfengissýki, eiturlyfjafíkn,læknadóp, spilafíkn, kynlífsfíkn, átröskun og átfíkn, sjónvarpsfíkn ogkoffínfíkn.
Myndatakan og klippingin eru í hæsta gæðaflokki og tónlistin er stórfengleg.En kraftur myndarinnar felst þó fyrst og fremst í kröftugu viðfangsefni ogheiðarlegri og djarfri frásögn.
Þessi mynd birtir óhugnalegan veruleika og hún ætti ekki að láta neinn ósnortinn. Einhver skrifaði svo um hana að enginn gæti horft á myndina, tekið boðskap hennar og veruleika alvarlega og haldið því svo fram að einkadansar og klámbúllur væru ásættanleg. Þessi orð má taka undir.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í myndinni er að finna athyglisverð siðferðisstef. Söguhetjurnar eiga allar íeinskonar sjálfsmyndarkreppu og glíma við tilgangsleysi í lífi sínu. Þær hafa jafnframt vissar hugmyndir umhvernig leysa megi þennan vanda og eiga sér draum um betra líf. Stóra spurningin er bara sú hvort lausnin sem þau eltast við sé sönn eða fölsk.
Söru dreymir um að gegna einhverju hlutverki í samfélaginu. Helst langarhana að koma fram í sjónvarpi, en hún er forfallinn sjónvarpssjúklingur.Draumur hennar virðist ætla að rætast þegar hún fær bréf um að hún fáihugsanlega að koma fram í sjónvarpsþætti. Sara byrjar strax að undirbúaþátttöku sína í þættinum með því að fara í megrun. Hún er hinsvegar svo háð koffíni og sykri að hún gefst strax upp á hefðbundinni megrun.Í staðinn fer hún að ráðum vinkonu sinnar og fær megrunartöflur fráheimilislækni, en töflurnar eru amfetamín. Þar meðhefst fall Söru, því hún verður brátt háð töflunum og fer að misnota þærþegar áhrifin minka. Sara sameinar því margar tegundir fíknar. Hún ersjónvarpsfíkill, koffínfíkill, sykurfíkill, matarfíkill, háð eiturlyfjum og aðlokum verður hún „megrunarfíkill“, þ.e. hún verður lystastolssjúklingur.Smátt og smátt missir Sara allt veruleikaskin og fer að sjá ofskynjanir.
Harry og Marion kærustu hans dreymir um að geta lifað áhyggjulausu lífi. Þauvilja m.a. opna fatabúð þar sem Marion getur selt eigin hönnun. Til aðfjármagna það ævintýri leiðast þau út í eiturlyfjasölu í slagtogi viðTyrone. Þótt sæmilega gangi til að byrja með er þetta skammvinn sæla.Eiturlyfjaneysla þeirra sjálfra leiðir þau á glapstigu og gerir út um draumþeirra allra.
Enginn af þessum draumum rætist. Þvert á móti verða þeir að martröð sem þauvakna ekki upp af. Líklegt er að þaðan sé titill myndarinnar kominn:Sálumessa draums. Öll ríghéldu þau í drauma sína og neituðu að sleppatakinu, jafnvel þótt ljóst væri að draumurinn var að drekkja þeim öllum.Undir lok myndarinnar hefur blind þrá þeirra við að láta draumana rætastrænt þau allri sjálfsvirðingu og geðheilsu.
Þeir sem ekki hafa séð myndina myndu e.t.v. vilja hætta að lesa hér þar sem ljóstrað er upp um það hvernig myndin endar.
Í afar dramatískum senum sem leiða upp að hápunkti myndarinnar sjáum viðhvernig hvert og eitt þeirra sekkur í dýpra og dýpra ofan í fen mannlegrarangistar og örvæntingar. Sara er lögð inn á geðdeild en starfsmönnum tekstekki að koma ofan í hana matarbita. Að lokum er gripið til þess örþrifaráðsað gefa henni raflost. Meðferðin leiðir reyndar til þess að hún fer að borðaá ný en hún hverfur inn í sjálfa sig, þannig að enginn nær sambandi við hanaframar.
Piltarnir tveir, Harry og Tyrone, halda í ferðalag til Flórída til að kaupa fíkniefni því þaðríkir skortur heima fyrir. En á leiðinni lenda þeir í höndum laganna varða.Harry er lagður inn á sjúkrahús með drep í handlegg eftir stungusár, ensýkingin er komin á svo alvarlegt stig að það verður að taka af honumhandlegginn. Tyrone verður hins vegar fyrir hrottalegu ofbeldi vegnakynþáttahaturs og fordóma.
Á meðan bíður Marion viðþolslaus eftir næsta eiturlyfjaskammti, þeim sem strákarnir fóru aðkaupa. Að lokum gefst hún upp á biðinni og selur sig hórmangara sem býðurhenni skammt fyrir dráttinn. Upp frá því er hún flækt í hryllilegan vefkynlífssölu og neyðist m.a. til að hafa mök fyrir framan stórann hópkynlífsfíkla.
Allar þessar senur vefur Aronofsky óhugnalega vel saman. Áhorfandinn verðurvitni að atburðarás þar sem hver hryllingurinn rekur annan: Raflostsmeðferðmóðurinnar er tvinnuð saman við það þegar handleggurinn er söguð af synihennar, Tyrone er misþyrmt hrottalega í fangelsinu og Marion niðurlægirsjálfa sig algjörlega með því að hafa endaþarmsmök við aðra konu (meðgervilim) á meðan hópur karlmanna hvetur þær tryllingslega áfram.Niðurlægingin er algjör og vonleysið hyldjúpt.
Myndin endar á því að hver af annarri hnipra sögupersónurnar sig saman í fósturstellingu. Umkomulaus geraþau sér grein fyrir því að þau hafa misst tökin á veruleikanum og aðdraumurinn er runninn þeim úr greipum. Það eina sem þau geta gert er aðreyna að lifa þetta af … og vona.
Enn hefur ekki verið minnst á mikilvæga persónu í myndinni, en það ersjónvarpssölumaðurinn Tappy Tibbons. Tappy er sölumaður draumsins, fulltrúialla þeirra sem markaðssetja vonina fyrir þá sem glíma við tilgangsleysið í lífi sínu. Hann og hans líkar lofa öllum heiminum en standa svo ekki við neitt og skilja fórnarlömb sín eftir í hringiðu fíknar. Þaðmá einnig líta á hann sem holdgervingu firringar samfélags okkar, þ.e. hinnareilífu leitar að „instant“ lífslausn og flótta frá því að axla ábyrgð á eiginlífi og vinna í eigin vandamálum.
Guðfræðistef: tilgangsleysi, vonleysi
Siðfræðistef: eiturlyfjaneysla, fíkn, ofbeldi, þjófnaður, kynferðisleg misnotkun, vændi, nauðgun, kynþáttahatur
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: helvíti
Trúarleg reynsla: sýn