Leikstjórn: Alfred Hitchcock
Handrit: Thornton Wilder, Sally Genson, Alma Reville, byggt á skáldsögu Gordon McDonell
Leikarar: Teresa Wright, Joseph Cotten, Macdonald Carey, Patricia Collinge, Henry Travers, Wallace Ford, Hume Cronyn
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1942
Lengd: 118mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0036342
Einkunn: 4
Ágrip af söguþræði:
Eftirlýstur morðingi, Charlie að nafni, heimsækir fjöskyldu systur sinnar. Fjölskyldan tekur honum opnum örmum, og þá sérstaklega litla frænkan sem er nefnd í höfuð hans. Þegar hún kemst að því að frændi hennar er eftirlýstur morðingi reynir hann að koma henni fyrir kattarnef.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Shadow of a Doubt var uppáhaldsmynd Hitchcocks en hún er jafnframt ein hans allra besta mynd. Myndin er hlaðin Freudiskum táknum en jafnframt er mikið sótt til sögunnar af Drakúla greifa. Einnig má greina Edenstef í myndinni. Fjölskylda Charlie býr í litlum, friðsömum en tilbreytingasnauðum bæ. Systirdóttir Charlie, unga Charlie, þráir tilbreytingu og óskar sér að frændi hennar taki hús á þeim. Faðir hennar virðist einnig þrá tilbreytingu en hann og vinur hans hugsa ekki um neitt annað en hvernig best sé að myrða fólk. Litli bærinn sem þessi fjölskylda á heima í er því n.k. Eden, friðsamur og kærleiksríkur staður. Fjölskyldan, og þá sérstaklega Charlie litla, bjóða hins vegar hættunni heim þegar þau óska þess að Charlie frændi komi í heimsókn og „bjargi þeim“. Charlie minnir um margt á fallinn engil og eru þau tengsl meira að segja áréttuð þegar hann situr upp í rúmi frænku sinnar, en gafl rúmsins myndar n.k. vængi út frá honum. Hann sést aldrei sækja kirkju, vir!ðist forðast birtu og hatar heiminn. Charlie er því eins og Satan sem skríður í líki snáks inn í hina fullkomnu paradís og reynir að fella hana. Eins og Satan í flestum kvikmyndum er hann einnig með kynlíf á heilanum og þá sérstaklega afbrygðilegt kynlíf. Á þeim tíma sem myndin var gerð mátti ekki fjalla um kynlíf í kvikmyndum og því sóttu kvikmyndagerðamenn mikið í táknmál Freuds til að gefa í skyn það sem ekki mátti segja. Shadow of a Doubt er einmitt full af slíkum kynferðislegum tilvísunum. Charlie er í upphafi myndarinnar sýndur liggja upp í rúmi með vindil. Í fyrsta skiptið sem við sjáum ungu Charlie liggur hún einnig upp í rúmi. Þegar Charlie eldri kemur í heimsókn fær hann herbergi frænku sinnar og eitt það fyrsta sem hann gerir í herbergi hennar er að slíta blómknúp af rós, en enska hugtakið „deflower“ (af-blóma) merkir að afmeyja. Síðar dregur Charlie eldri meira að segja hring á fingur frænku sinnar. það þarf því ekki mikinn Freudista til að sjá að eitt megið stef! myndarinnar er sifjaspell, en löng hefð er fyrir því að tengja kynlífið falli mannsins. Satan rændi okkur ekki aðeins Eden heldur spillti hann hvötum okkar einnig (og hér mun ég segja frá endi myndarinnar). Myndin endar síðan á því að unga Charlie (sem er n.k. Eva) drepur frænda sinn, snákinn, eða eins og segir í Fyrstu Mósebók 3:15 „Það [afkvæmi Evu] skal merja höfuð þitt [snáksins]“. Löng hefð er fyrir því að túlka þetta vers sem spádóm um fæðingu Jesú Krists og sigur hans á snáknum. Það má því líta á kvikmyndina sem útleggingu á falli mannsins og hjálpræði Krists.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1Tm 5:23
Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 2-3
Persónur úr trúarritum: fallinn engill, Satan
Guðfræðistef: hatur, heimurinn vondur, helvíti,
Siðfræðistef: kærleikur, lygi, morð, sifjaspell
Trúarbrögð: hjátrú, kristni
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kirkjuklukka, talan þrettán
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, messa, jarðarför