Leikstjórn: Michael Cohn
Handrit: Tom Szollosi, Deborah Serra
Leikarar: Sigourney Weaver, Sam Neill
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1997
Lengd: 101mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0119227
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Ef þú hélst að þú þekktir söguna um Mjallhvíti og dvergana sjö þá hafðir þú rangt fyrir þér. Hér er á ferð úrgáfu á þeirri sögu sem er algjör andstæða Disney myndarinnar. Myndin er sálfræðilegri og óhugnalegri en nokkur önnur útgáfa. Þótt sagan sé mjög ólík sögu Grímsbræðra þá tekst höfundum þessarar myndar að endurheimta þann hrylling sem margar nútíma útgáfur hafa sleppt.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þetta er eina myndin um Mjallhvíti og dvergana sjö sem ég veit um þar sem bein tengsl eru gerð á milli Edensögunnar og ævintýrisins. Í myndinni segir spegillinn (sem er svartagaldurs spegill): „Þú verður að vera eins og snákurinn, þig vantar ávöxt snáksins“. Stjúpmóðirin býður þá fram hjarta bróður síns og breytist það í eplið fræga. Eg hef lengi talið söguna af Mjallhvíti vera útleggingu á Edensögunni og því var það mikill fengur að finna mynd sem túlkaði söguna á sama máta. Annars er Disney útgáfan líkust sögunni af Adam og Evu, nema hvað að þar er ekki að finna bein tengsl við Edensöguna. Það er einnig áhugavert við þessa mynd hversu langt er gengið í því að tengja stjúpmóðurina við svartagaldur og djöfladýrkun. Hún meira að segja festir eiginmann sinn á kross sem, að hætti djöfladýrkenda, snýr öfugt. Í hið heila er myndin skemmtileg og frumleg útlegging á góðri sögu.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 1M 3
Persónur úr trúarritum: dýrlingur, engill, Guð, Jesús Kristur, snákur
Siðfræðistef: girnd, hatur, hefnd, öfund
Trúarbrögð: djöfladýrkun, hjátrú, kristni, svartagaldur
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: handanheimur, kirkja, kirkjugarður, paradís
Trúarleg tákn: epli, kross, kross á hvolfi, róðukross, talnaband
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, gifting, messa, signing