Kvikmyndir

Son of a Gunfighter

Leikstjórn: Paul Landres
Handrit: Clarke Reynolds
Leikarar: Russ Tamblyn, Fernando Rey, Kieron Moore, James Philbrook, María Granada, Renato Polselli, Julio Pérez Tabernero, Aldo Sambrell, Antonio Casas, Bernabe Barta Barri, Carmen Tarrazo og Carmen Collado
Upprunaland: Spánn og Bandaríkin
Ár: 1965
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0059737
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Stórskyttan Johnny leitar að föður sínum í óbyggðum Mexíkó í þeirri trú að hann eigi sök á dauða móður hans.

Almennt um myndina:
Miðlungs spaghettí-vestri með frekar heimskulegu fjölskyldudrama sem gerður var á Spáni í samvinnu við Bandaríkjamenn og sýndur er með reglulegu millibili á sjónvarpsstöðinni TCM.

Fernando Rey leikur góðhjartaðan mexíkanskan óðalsbónda, sem veitir hetjunni húsaskjól á neyðarstund, en sá eðalleikari stendur oftast fyrir sínu. Renato Polselli stelur þó senunni sem lögreglustjórinn í upphafi myndarinnar, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt umdeildum kvikmyndum á borð við hrollvekjuna The Reincarnation of Isabel og gulu myndina Delirium, sem báðar voru gerðar árið 1972.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Eins og í svo mörgum öðrum spaghettí-vestrum er hefndin aðalstefið. Trúarstef á borð við bænir eru þó í öllum tilfellum frekar almenns eðlis og hafa enga sérstaka þýðingu fyrir söguna.

Guðfræðistef: sannleikur, forsjá Guðs
Siðfræðistef: hefnd, manndráp, hatur, hjúkrun, lygi, þjófnaður, meðaumkun, svik, ofbeldi, kynþáttahatur
Trúarleg tákn: grafarkross
Trúarlegt atferli og siðir: blessunarbæn