Kvikmyndir

Søndagsengler

Leikstjórn: Berit Nesheim
Handrit: Berit Nesheim og Lasse Glom (byggt á skáldsögunni Sunnudagar eftir
Leikarar: Marie Theisen, Hildegunn Riise, Bjørn Sundquist.
Upprunaland: Noregur
Ár: 1996
Lengd: 103mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0117817
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Myndin fjallar um Maríu, norska prestsdóttur á táningsaldri, og uppreisnhennar gegn hinum stranga föður sínum og þeirri kristnu trú sem hann boðar.Sú trú birtist í fyrstu setningunni sem hann mælir í myndinni: „María, viðspilum ekki á sunnudögum!“Jóhannes faðir Maríu sýnir lítinn skilning á því uppgjöri sem dóttir hans áí og vandamálum táningsáranna, móðir hennar er alvarlega veik og dvelstlöngum á sjúkrahúsi þannig að þar er sömuleiðis litla hjálp að fá. Maríahugsar til þess að þegar hún fermist hefur hún setið 640 tíma í kirkjunniog hana langar meira á veitingahús bæjarins og getur ekki skilið að það sésynd að drekka kók eða bera eyrnalokka. Sú sem helst veitir Maríu hjálp erJenny Tunheim, meðhjálpari og/eða organisti í kirkjunni og leynir sér ekkiað hún hefur átt í nánu sambandi við föður Maríu og hefur sjálf gengið ígegnum mikla erfiðleika í tengslum við það samband. Smám saman byrjar Maríaað uppgötva sinni eigin styrk og persónuleika og hún finnur líka íBiblíunni aðra og þekkilegri guðsmynd en þá sem faðir hennar boðar.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það er skemmtileg tilviljun að þessi kvikmynd skyldi keppa við tékkneskumyndina Kolja um Óskarsverðlaunina fyrir bestu útlendu myndina 1996 því aðí þeim báðum gegnir 23. sálmur Saltarans mjög stóru hlutverki.

Öll umgjörð myndarinnar er trúarlegs eðlis. Eins og svo oft í kvikmyndum(Sjá t.d. Gestaboð Babettu) þá er dregin upp dökk mynd af lútherskukirkjunni þar sem boð og bönn eru allsráðandi og Guð er hinn strangi ogrefsandi Guð. Myndin lýsir uppgjöri dóttur og föður en ekki síður spennulögmáls og fagnaðarerindis.

María rís upp gegn boðum og bönnum föður síns. Eins og í Biblíunni (1M 3)reynist hinn forboðni ávöxtur freistandi því að veitingahúsið sempresturinn kennir við synd hefur mikið aðráttarafl fyrir dóttur hans.María spyr sjálfa sig hvar kærleikurinn sé í söfnuði föður síns. Gegnhinni ströngu guðsmynd kirkjunnar og föður síns teflir María annarriguðsmynd sem hún finnur t.d. í Ljóðaljóðunum og Sl 23 og tengir við ástirog fegurð sköpunarverksins. „Ég á mér stað út af fyrir mig inni ískóginum,“ segir María og þann stað tengir hún við Sl 23. Þá spyr húnTunheim hvort Salómon hafi verið guðleysingi þar sem hann tali íLjóðaljóðunum um konur, kossa og vín. „Furðulegt að þetta skuli vera íBiblíunni,“ segir hún. Þegar faðir Maríu rekur bróður hennar frámatarborðinu fyrir að leysa vind segir hún að Jesús hafi líka þurft aðleysa vind. Einnig spyr hún hvort Guði hafi tekist svo illa upp með sköpunmannsins úr því að alltaf þurfi að vera að biðja fyrirgefningar.Segja má að hún tefli fram fagnaðarerindi ritningarinnar gegn einhliðalögmálstúlkun föður síns og þar reyndist Tunheim henni hjálp í að sjá hinabjartari eða mýkri hlið trúarinnar. „Það er til Guð fyrir okkur, sem villað við séum eins og við erum, Guð sem þú getur fermt þig fyrir. Vertuhreikin og ákveðin í þágu heiðarleikans,“ kennir Tunheim Maríu, sem fermirsig þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að gera það ekki. Hins vegar vill húnekki verða hluti af söfnuði hinna fullorðnu, ekki tilheyra þeim söfnuði semhún hefur kynnst við 640 tíma setu á kirkjubekkjunum. Hún lætur því hjálíða að ganga til altaris þegar hin fermingarbörnin gera það. Niðurlagmyndarinnar sýnir hana þess í stað ganga glaða og ánægða út í lífið, burtfrá kirkjunni.

Notkun Sl 23 er mjög athyglisverð í þessari kvikmynd. Annars vegar másegja að María tefli honum fram gegn lögmálstrú föður síns og sæki þangaðhuggun og styrk í aðra og mýkri guðsmynd. Hins vegar stendur Sl 23 („vötnþar sem ég má næðis njóta“) á óvenjulegan hátt sem hvíld eða athvarf frálífinu þegar Tunheim sviptir sig lífinu á stað sem María hafði sérstaklegatengt við Sl 23 „þar sem áin rennur framhjá kirkjunni.“ Áður hafði Tunheimkennt Maríu að vatnið fæli í sér frið og hvatt hana til að synda í ánni ogeins og hún hafði sjálf gert og að skilnaði hafði hún sagt Maríu að dauðinnværi ekki svo slæmur. „Þegar maður er dáinn er maður frjáls,“ segir hún.Skemmtilega er að orði komist í uppgjöri María eins og það birtist í einnibæn hennar. „Kæri Guð, frá og með deginum í dag er ég guðleysingi [aþeisti]“. Orð Maríu minna á fræg orð kvikmyndaleikstjórans Bunuels; „Guði sé lof að ég er trúleysingi“.

Hér er um fallega og áhugaverða mynd að ræða sem lýsir af næmni uppgjöritáningsáranna. Myndin á að gerast í norsku þorpi í krigum 1960 eins ogdægurlagatónlistin sem flutt er ber með sér. Það er eftirtektarvert í hveneikvæðu ljósi kvikmyndir hafa tilhneigingu til að sýna lúthersku kirkjuna.Má í því sambandi benda á dönsku myndina Babettes gæstebud (1987), semraunar hefur tvímælalaust vinninginn yfir þessa kvikmynd jafn ágæt og húner. Søndagsengler geta varla talist stórbrotið trúarlegt listaverk eins ogBabettes gæstebud. Myndin af föður María er mjög einhliða og varla er hættaá að hann njóti mikillar samúðar áhorfenda. Myndin er hins vegar mjög afsjónarhóli Maríu og því eðlilegt að línurnar séu skarpar.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Jóhannesarguðspjall, Ljóðaljóðin, 2M 20:12-14, Sl 23, Ll 7:2-3,Ll 7:10-12, Mt 6:9-13, Lk 11:2-4,Jh 3:16, Jes 49:14, Fl 1:21, 1Kor 11:23-29
Hliðstæður við texta trúarrits: Jh 21:16, 1M 1:26, 1M 2:7; 1M 3
Persónur úr trúarritum: Jesús, Salómon, djöfullinn, þrenningin
Sögulegar persónur: Bach
Guðfræðistef: synd, kærleikur Guðs, fyrirgefning, sköpun mannsins, friður, sköpunarverkið, guðleysi, auðmýkt, mennska Krists, hjálpræði, sáttmáli. angist, örvænting, fagnaðarerindi, lögmál
Siðfræðistef: agi, ranglæti, lygi, sjálfsvíg, skylda, freisting
Trúarbrögð: lútherska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja, æskulýðsheimiliheimili, kirkjugarður
Trúarleg tákn: Maríustytta, Jesúlíkneski, kvöldmáltíðarmynd, altari, kerti,
Trúarlegt atferli og siðir: ferming, altarissakramenti, sálmasöngur, bæn, prédikun,
Trúarleg reynsla: guðsafneitun, skynjun Guðs í náttúrunni