Leikstjórn: Rino Di Silvestro
Handrit: Rino Di Silvestro
Leikarar: Maria Fiore, Magda Konopka, Krista Nell, Andrea Scotti, Elio Zamuto, Orchidea de Santis, Paolo Giusti, Liana Trouche, Luciano Rossi og Gianrico Tondinelli
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1974
Lengd: 85mín.
Hlutföll: 1.85:1
Ágrip af söguþræði:
Ítalska lögreglan rannsakar morð á ungri háskólastúlku sem unnið hafði fyrir sér með vændi.
Almennt um myndina:
Slæm gulmynd (en svo kallast ítalskar morðgátur) með ómarkvissum söguþræði og alltof mörgum sögupersónum sem tengjast málinu lítið sem ekkert. Enska talsetningin er í flestum tilfellum hörmuleg en slíkt er alltof algengt vandamál í ítölskum kvikmyndum frá þessum tíma.
Í rauninni er handbragðið í anda evrópskra ruslmynda enda leikstjórinn Rino Di Silvestro einna þekktastur fyrir kvenfangelsismyndirnar Love and Death in a Women’s Prison (1972) og Deported Women of the SS Special Section (1976).
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Kvikmyndin fjallar fyrst og fremst um vændi og er ófögur mynd dregin upp af lífi þeirra kvenna sem neyðast til að selja sig á götum úti. Di Silvestro notar þó tækifærið óspart til að sýna bert hold kvenna og gerir meira að segja nokkrar misheppnaðar tilraunir til að henda gaman af þeim og viðskiptavinum þeirra.
Siðfræðistef: vændi, morð, klæðskiptingur, fóstureyðing, nauðgun, klám, fjárkúgun, hefnd, samkynhneigð, ást
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: klaustur
Trúarleg tákn: maríumynd, maríustytta, veggkross