Kvikmyndir

Swordfish

Leikstjórn: Dominic Sena
Handrit: Skip Woods
Leikarar: John Travolta, Hugh Jackman, Halle Berry, Don Cheadle, Vinnie Jones
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2001
Lengd: 99mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0244244
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Gabriel Shear, er ósvífinn og snjall njósnari. Hann hefur það markmið í lífinu (að eigin sögn) að vernda hinn „bandaríska lífsmáta“. Og hann er tilbúinn að gera það með kjafti eða klóm. Barátta sem þessi er ekki ódýr og til að fjármagna hana afræður hann að stela milljörðum bandaríkjadala sem hafa legið óhreyfðir á bankareikningum um árabil. Til að nálgast þessa peninga þarf hann að brjótast inn í tölvukerfi banka. Einn besti maðurinn til þess verks er Stanley Jobson, dæmdur tölvuglæpamaður (hakkari) og einn sá besti í sínu fagi.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það eru ýmis trúarstef í Swordfish sem vert er að skoða.

Siðferðileg álitamál og hryðjuverkGabriel er

–>Adam og EvaÍ sögunni af Adam og Evu er sjálfsblekkingu Evu lýst vel: „En er konan sá,að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks þátók hún af ávexti þess og át […]“ Hér er freistingunni lýst í þremurstigum. Eva sér að ávöxturinn er 1) góður 2) fallegur 3) girnilegur tilfróðleiks og hún etur af honum. Þessi þrefalda freisting er mjög algeng íbókmenntaverkum og kvikmyndum. Í Swordfish fer Stanley Jobson í gegnum svipað ferli. Ginger Knowles (ein af útsendurum Gabriel Shear) er send til aðfreista Stanleys. Hann bítur fyrst á agnið þegar hann fær stóra fúlgupeninga fyrir það eitt að hitta Gabriel. Þegar Stanley er mættur á staðinnþarf hann bara að snerta tölvulyklaborðið. Athugið að hann hefur ekki ennsamþykkt að taka verkefnið að sér. Eftir að hafa aðeins „hitt“ Gabriel ogaðeins „snert“ lyklaborðið verður alltaf styttra í stóru syndina ogauðveldara að taka síðasta skrefið. Þetta er það sem Stanley komst að. Hannvar þegar kominn á staðinn, hann hafði þegar brotið bannið við að snertalyklaborð aftur, því var mun auðveldara að fallast á að búa til tölvuorm semmyndi gera glæpamönnum kleift að ræna stórum fjárhæðum úr banka.

Lengi vel hefur Evu verið kennt um fallið en löng hefð er fyrir því að lítasvo á að Eva hafi freistað Adams og þannig fellt hann. Samkvæmt sömu hefðumer kynlífið nátengd fallinu. Þetta tvennt er einnig að finna í Swordfish.Það er kona sem freistar hans í upphafi og þegar Stanley snertir lyklaborðiðí annarri freistingunni veitur kona honum munngælu. Við þetta allt samanbætist að stóri freistarinn sjálfur heitur Gabríel, en eins og allir vita erGabríel englanafn. Rétt eins og Lúsifer (engill) er hinn stóri freistari ísögunni af Adam og Evu, samkvæmt kristinni túlkunarhefð, er Gabríelfreistarinn í Swordfish.

Stóra spurningin er því sú hvort þetta sé allt tilviljun eða meðvitaðarvísanir hjá aðstandendum myndarinnar. Því verður hver og einn að svara fyrirsig. Þetta væri einnig hægt að skrifa þetta á mannlegt eðli. Maðurinnvirðist nefnilega alltaf vera samur við sig, sama hvað öldunum líður. Hvaðsagði ekki Plató: „En vér nútíma menn vitum betur“.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 3
Persónur úr trúarritum: Gabríel
Guðfræðistef: freisting, synd
Siðfræðistef: lygar, morð, hryðjuverk