Leikstjórn: Florestano Vancini
Handrit: Augusto Caminito og Fernando Di Leo, byggt á sögu eftir Mahnahén Velasco
Leikarar: Giuliano Gemma, Nieves Navarro, Francisco Rabal, Gabriella Giorgelli, Conrado San Martin, Franco Cobianchi, Manuel Muniz, Teodoro Corra og Jesús Puche
Upprunaland: Ítalía og Spánn
Ár: 1966
Lengd: 90mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0060641
Einkunn: 2
Ágrip af söguþræði:
Eftir að hafa afplánað þrjú ár af þrjátíu ára þrælkunarvinnu, sem hann hafði verið dæmdur saklaus í, tekst Ted Barnett að strjúka og leita uppi þá, sem sviku hann og myrtu föður hans.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Spaghettí-vestrinn The Deadliest Gunfighter (eða I lungi giorni della vendetta eins og hann heitir á ítölsku) er dæmigerð hefndarmynd þar sem hetjan leitar réttar síns með því að skjóta hvern þann, sem gert hefur á hlut hennar eða stendur í vegi fyrir henni. Myndin er nokkuð vel gerð, með viðeigandi tónlist og flottri myndatöku en líður samt aðeins fyrir málgleði vestraleikarans Giuliano Gemma, sem stendur sig jafnan best þegar hann þegir. Nieves Navarro (eða Susan Scott eins og hún fór að kalla sig á áttunda áratugnum) stendur hins vegar alltaf fyrir sínu.
Í myndinni kemur meðal annars fram skottulæknirinn dr. Pajarito, sem reynir að selja auðtrúa almenningi kraftaverkahöfuðáburð, sem unninn er úr slönguolíu frá móður Evu og fær jafnvel hár til að vaxa af hurðarhúnum. Það er sennilega engin oftúlkun að rekja meðmælin til syndafallssögu Gamla testamentisins þar sem höggormurinn tældi formóður mannkynsins til falls með mælgi sinni. Meðmæli dr. Pajaritos með áburðinum eru því í senn vafasöm en viðeigandi.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 3:1-24
Persónur úr trúarritum: Eva
Siðfræðistef: kynþáttahatur, svik, hefnd, manndráp
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarlegt atferli og siðir: bæn
Trúarleg reynsla: bænheyrsla