Kvikmyndir

The Longest Hunt

Leikstjórn: Bruno Corbucci [undir nafninu Billy Michaels]
Handrit: Dean Whitcomb
Leikarar: Brian Kelly, Erika Blanc, Keenan Wynn, Rik Battaglia, Fabrizio Moroni, Folco Lulli og Jimmy il Fenomeno
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1970
Lengd: 85mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0066396
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Byssubófinn Chad Stark snýr aftur til Rio Negro og jafnar þar sakirnar við þrjótinn, sem svikið hafði hann í fangelsi. Eftir mikinn skotbardaga er Stark þó að lokum tekinn höndum og sendur beint í gálgann. Áður en aftökunni er hins vegar fullnað, skiptir óðalsbóndinn á staðnum um skoðun og sendir Stark í staðinn eftir syni sínum, sem stungið hafði af heiman og gengið til liðs við alræmdan glæpaflokk gamalreynds herforingja. Það reynist þó enginn hægðarleikur að koma piltinum aftur í foreldrahús auk þess sem annað reynist búa að baki fyrirætlun föðurins en einskær umhyggja.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
The Longest Hunt (eða Spara, Gringo, spara eins og hún heitir á ítölsku) er í besta falli miðlungs spaghettí-vestri frá Bruno Corbucci, bróður vestraleikstjórans Sergio Corbucci sem meðal annars gerði fyrstu Django kvikmyndina. Guðfræðin er aldrei þessu vant af skornum skammti, en þó má benda á þann sið óðalsbóndans Don Gutierrez að krossfesta þá, sem smánað hafa fjölskyldu hans, en aðeins með þeim hætti telur hann unnt að hreinsa hana.

Guðfræðistef: forlög, friðþæging
Siðfræðistef: hefnd
Trúarleg tákn: róðukross
Trúarlegt atferli og siðir: krossfesting