Leikstjórn: Fred Zinnemann
Handrit: Robert Anderson, byggt á skáldsögu eftir Kathryn Hulme
Leikarar: Audrey Hepburn, Peter Finch, Edith Evans, Peggy Ashcroft
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1959
Lengd: 149mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0053131#writers
Einkunn: 4
Ágrip af söguþræði:
Þegar Gabrielle van der Mal (systir Luke) ákveður að gerast nunna gerir hún sér ekki grein fyrir þeim erfiðleikum sem hún á eftir að ganga í gegn um. Klausturlífið krefst algjörs sjálfsleysis og undirgefni, nokkuð sem systir Luke er ófær um vegna þess hve stolt og viljasterk hún er. Það bætir ekki úr skák að lífsregla systir Luke er „allt eða ekkert“, en þessi fullkomnunarárátta ógnar andlegu heilbrygði hennar.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þessi stórkostlega mynd hlaut átta óskarsverðlaunatilnefningar á sínum tíma,þ.á.m. fyrir bestu myndina, besta leik, besta handrit og bestu leikstjórn.Það kemur líklega fáum á óvart að mynd sem heitir Saga Nunnunnar sé hlaðintrúarlegum tilvísunum. Það sem er þó heillandi við þessa mynd er ekkitilvísanir í trúartexta heldur innri barátta systur Luke.
Ég held að það skipti litlu máli hvort fólk sé kristið eða ekki, flestirtrúaðir einstaklingar kannast líklega við þessa innri baráttu. Ástæðan fyrirþví að systir Luke fer í klaustur virðist fyrst og fremst vera sú að hanalangar að vinna sem hjúkrunarkona á ákveðnum stað, en vonir hennar ogvæntingar rætast aldrei. Í augum kirkjunnar er trúarþroski systur Lukemikilvægari en metnaður hennar og hæfileikar. Þess vegna fær systir Lukeekki það sem hún vill, heldur það sem hún þarf. Flestir trúaðireinstaklingar kannast líklega við það að bænasvarið er oft ekki í samræmivið vilja þess sem biður. Við fáum nefnilega ekki alltaf það sem við viljumheldur oft það sem við þurfum.
Flestir trúaðir einstaklingar kannast líklega einnig við þær (of)miklukröfur sem við gerum oft til sjálfra okkar. Manneskjan verður aldreifullkomin og því mun henni ávallt verða á í messunni. Systir Luke virðistekki skilja þetta og því er henni sagt að hún verði að læra að bogna þvíannars muni hún bresta. Þar sem hún getur ekki bognað brotnar hún að lokum.Fyrsti alvarlegi bresturinn er þegar Þjóðverjar drepa föður hennar í síðariheimstyrjöldinni. Systir Luke hafði fram að þeim tíma boðað fyrirgefningu ennú finnur hún að hún getur verið hlutlaus í stríðinu, eins og henni varuppálagt, og í örvæntingu biður hún: „Elsku Guð. Ég get ekki veriðundirgefin lengur“.
Í myndinni er einnig fjallað um þá heimshöfnun sem fylgir klausturlífi.Nunnunum er kennt að kirkjuklukkurnar séu raust Guðs og að hvenær sem þeimer hringt verði þær að leggja vinnu sína frá sér og leggjast á bæn. SystirLuke á hins vegar erfitt með að hætta að sinna sjúklingum sínum þegarklukkurnar hringja enda finnst henni hjúkrunarstarfið vera tilbeiðsla út affyrir sig. Í þessari afstöðu systur Luke kristallast einmitt vandi trúaðra ígegnum aldirnar. Eiga hinir trúuðu að snúa sér frá heiminum eða sameinasthonum? Hvað skiptir meira máli, helgiathöfn eða kærleiksverk? Í raun márekja þessa deilu allt til Nýja testamentisins þar sem Jesús var gagnrýndurfyrir að lækna á hvíldardeginum.
Um miðbik myndarinnar fær systir Luke berkla en þá neyðist hún til þess aðslappa af og njóta lífsins. Þetta veikindatímabil er ánægjulegasta tímabillífs hennar og í fyrsta skiptið í myndinni er hún ekki full sektarkenndar ogsjálfsásökunar. Á þessu tímabili tekst henni að sameina hið helga ogveraldlega líf en að veikindum loknum er hún aftur send inn í klaustur tilað „byggja sig upp andlega á ný“. Í ljósi þessa er áhugavert að klaustrið ersýnt eins og það sé fangelsi, en þannig upplifir systir Luke það einmitt.
Að lokum er myndin sérstaklega áhugaverð innsýn inn í líf nunna, eins og þaðvar fyrir síðara vatikanþingið. Fyrsti hálftíminn er í raun n.k.heimildarmynd um undirbúning þeirra sem vilja verða nunnur. Það er sorglegthversu erfitt er að nálgast þessa mynd. Hún er þó t.d. til á myndbandi íBandaríkjunum, þýskalandi og Englandi en hvað best ég veit er þettameistaraverk ófáanlegt á DVD.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Mt 16:25, Mt 19:21, Mk 10:21, Lk 2:1-20
Persónur úr trúarritum: Gabríel erkiengill, Guð, Jesús Kristur, María mey
Guðfræðistef: altarissakramentið, auðmýkt, ást Guðs, freysting, fyrirgefning, heimshöfnun, meinlæti, miskunn Guðs, nálægð við Guð, prófraun, refsing, reiði, rödd Guðs, sjálf, skírlífi, stolt, undirgefni
Siðfræðistef: auðmýkt, hatur, hefnd, hræsni, kynþáttafordómar, morð, refsing, stríð
Trúarbrögð: andatrú, rómversk kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja, klaustur
Trúarleg tákn: kirkjuklukkur, kross, róðukross
Trúarlegt atferli og siðir: altarissakramentið, bæn, játning, messa, sálmasöngur, signun, tíðargjörð, trúboð