Kvikmyndir

The Shape of Things

Leikstjórn: Neil LaBute
Handrit: Neil LaBute, byggt á samnefndu leikriti eftir hann
Leikarar: Gretchen Mol, Paul Rudd, Rachel Weisz og Fred Weller
Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Bretland
Ár: 2003
Lengd: 96mín.
Hlutföll: 2.35:1
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Adam er nokkuð lúðalegur þegar hann kynnist Evelyn, enda leggur hún straxtil að hann breyti útliti sínu og hegðun. Vinir hans, Mol og Weller, vita hinsvegar ekki alveg hvernig taka beri þeim breytingum sem verða á honum og því síðurEvelyn.

Almennt um myndina:
The Shape of Things er byggð á samnefndu leikriti eftir leikstjóramyndarinnar, fyrrverandi mormónans Neil LaBute, en það var frumsýnt fyrir þrem árumí Almeida leikhúsinu í London. Upphaflegu leikarar verksins leika einnig allir íþessari uppfærslu. Kvikmyndin ber þess reyndar merki að vera byggð á leikhúsverkiog skiptist meira að segja í 10 þætti sem hver og einn gerist á afmörkuðum stað.

Það er margt fleira sem ýtir undir leikhúsbraginn. Það eru aðeins fjórir leikarar ímyndinni að baksviðsleikurunum frátöldum, sem ganga jafnan fram hjá án þess að segjaneitt. Tökur eru langar og kvikmyndavélin hreyfist lítið. Rammarnir verða þvíþvingaðir og stirðir. Sjónarhornin eru einnig frekar hefðbundin, raunar óþægilegahefðbundin. Staðsetningar í rammanum eru sömuleiðis oftar en ekki óþægilegar, t.d.allt of mikið rými fyrir aftan fólk en of lítið fyrir framan það. Þá eruklippingarnar oft grófar og augljósar. Allt pirraði þetta mig framan af en þegarleið á myndina áttaði ég mig á því að þetta þjónaði tilgangi og var líklega alltgert mjög meðvitað. Það er þó vont að þurfa að sitja út nánast heila mynd og látamyndmálið trufla sig áður en maður áttar sig á því að það er hugsun þar að baki.

Þá er leikurinn einnig nokkuð leikhúslegur hjá öllum nema Rachel Weisz sem stelursenunni í hverjum einasta ramma þar sem hún kemur fyrir. Paul Rudd er hins vegar meðaðeins of marga Adam Sandlers takta fyrir minn smekk.

Þetta er fimmta bíómynd Neils LaButes, en hann hefur áður gert In the Company of Men(1997), Your Friends & Neighbors (1998), Nurse Betty (2000) og Possession (2002).Þær tvær fyrstu eru ágengnar og ófagrar lýsingar á átökum kynjanna þar sem karlmennkoma frekar illa út. Kynin treysta hvort öðru illa og leitast við að auðmýkja hvertannað með öllum tiltækum ráðum. Heimsmyndin er grimm og svört og dregur framljótustu hliðar mannsins. Í þessum heimi sigrar illskan alltaf, ekki vegna þess aðhún er sterkari heldur vegna þess að við erum breisk og veitum henni ekki nægilegamikið viðnám.

Nurse Betty og Possession eru aftur á móti nokkuð frábrugðnar þessum myndum,aðgengilegri fyrir hinn almenna markað sem þær voru gerðar fyrir. Neil LaBute hefurhins vegar snúið aftur til fortíðarinnar með The Shape of Things sem er álíkaóþægileg og fyrstu myndir hans tvær. Evelyn og Phillip gætu t.d. í raun veriðpersónur beint úr þeim myndum.

Í raun er erfitt að fjalla um The Shape of Things án þess að ljóstra upp umfléttuna. Framvindan kemur verulega á óvart og fær mann til að endurskoða margt umsambönd og eðli listar. Þótt þessi mynd jafnist ekki á við In the Company of Men aðgæðum er hún engu að síður sterk og áhrifamikil.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Upphafsatriði myndarinnar slær strax tóninn. Evelyn tekur myndir affíkjulaufi sem sett hefur verið yfir typpi af stærðar styttu af Seifi. Reyndar ermarkmið hennar einnig að mála typpi á laufið svo Seifur geti endurheimt manndómsinn. Evelyn er klædd í bol með stóru epli framan á. Eve-lyn og epli ætti að segjaeitthvað. Upphafsstafir nafns hennar eru EAT eða borða, sem styrkir enn frekartengslin. Eins og Eva í kristinni hefð er Evelyn uppreisnargjörn. Hún brýtur reglurtil að sjá viðbrögðin og dýrkar fólk sem þorir að taka áhættu.

Adam (nafnið er engin tilviljun) er hins vegar lúði. Hann hugsar ekkert um útlitiðog er óöryggið uppmálað, en líf hans snýst um það að taka ekki áhættu, að haldalífi sínu öruggu og rólegu. Jafnvel að meina sér um langanir sínar ef því er aðskipta. Örlög allra Eva eru hins vegar auðvitað að breyta Adömum þessa heims og þaðer einmitt það sem Evelyn byrjar að gera frá fyrsta degi. Hún fær hann til að klippasig og klæða öðruvísi, fara í megrun og jafnvel í lýtaaðgerð. Adam er svo heillaðuraf Evelyn að hann lætur meira að segja húðflúra upphafsstafi Evelyn á lendar sínar,þ.e. EAT (enn önnur kynferðisleg vísun til sögunnar af Adam og Evu).

Þeir sem ekki hafa séð myndina og vilja ekki vita hvernig hún endar ættu ekki aðlesa lengra.

Evelyn er hins vegar ekki öll þar sem hún er séð. Adam spyr hana einu sinni hvorthún sé með klofin persónuleika vegna þess að hún er í tvíburanum og hittir þarrækilega naglann á höfuðið án þess að átta sig fyllilega á því. Evelyn er að kláralistanám og vinnur hörðum höndum að lokaverkefni sínu, en hún er ekki fús að tjá sigum innihald þess. Í ljós kemur að lokum að Adam er listaverk hennar. Markmið hennarfrá upphafi var að móta hann eins og leir, bæði hið innra og hið ytra. Það ereinmitt á þessari stundu sem maður áttar sig á því að leikhúsbragurinn og óþægilegirrammar voru meðvitaðir en ekki vankunnátta. Allt fram að þessu hafði verið sviðsettog leikstýrt af Evelyn, sem er í raun ekki aðeins Eva að tæla Adam úr Eden heldureinnig kvenkyns Pygmalíon að skapa sinn eigin mann.

Þegar hún kynnir lokaverkefni sitt í skólanum segir hún að þótt hún hafi stungið uppá ýmsum breytingum við Adam þá hafi það alltaf verið hann sem tók lokaákvörðun.Þetta hafi því allt snúist um hinn frjálsa vilja. Þess má geta að í sýningarsalnumer mynd af stóru epli. Eva og snákurinn renna því hér saman í eina persónu. Það ereinmitt áhugavert að margir sem hafa tjáð sig um þessa mynd sjá Evelyn semholdgervingu illskunnar.

Samkvæmt Evelyn var markmiðið með þessu öllu að sýna fram á hve heilluð við erum afyfirborðinu og lögun hlutanna (nafn myndarinnar vísar til þess). Fötin skapa manninnog ef þau duga ekki þá mun lýtalæknirinn gera það.

Í sýningarsalnum stendur stórum stöfum eftirfarandi setning eftir Hun Soyin:„Siðapostular eiga ekki heima í sýningarsölum.“ En er hægt að aðgreina list frásiðgæði svo auðveldlega? Hafa listamenn einhver sérréttindi til að nýta sér líf ogtilfinningar annarra í list sinni? Var gjörð Evelyn list eða ekki? Og hvaða einkunnhefði hún átt að fá fyrir lokaverkefni sitt?

Þá má einnig spyrja hvort Evelyn sé í raun að gera eitthvað nýtt. Erum við ekkistöðugt að reyna að breyta öllum í kringum okkur, skapa nýtt fólk eins og Guð ásjötta degi? Leggja til að það liti á sér hárið, klæðist öðrum litum o.s.frv. Þettaá sérstaklega við um samskipti kynjanna. Einhver sagði einhvern tímann að karlarkvænist konum í von um að þær breytist ekki á meðan konur giftist körlum í von um aðgeta breytt þeim. Og þá vaknar sú spurning hvort við höfum rétt til þess að breytaöðrum. Adam viðurkennir að hann sé ánægður með breytingarnar og í raun líður honumbetur eftir þær, þ.e.a.s. þangað til hann áttar sig á því að hann er bara listaverkEvelynar, lokaverkefni hennar. En þótt honum hafi líkað breytingarnar, réttlætir þaðþá afskipti Evelynar? Og var þetta fall Adams honum til góðs eða ills? Hann hefurvissulega glatað sakleysi sínu og verið illa leikinn en á móti kemur að hann hefurloksins lært að svara fyrir sig og er sterkari og ákveðnari persóna fyrir vikið.

Í myndinni er einnig velt upp þeirri spurningu hvað raunveruleikinn sé í raun ogveru. Fyrir Adam var samband hans við Evelyn raunverulegt en það var það hins vegarekki fyrir henni. Hún segir sjálf að þetta hafi verið raunveruleiki vegna þess aðhann upplifði það þannig en einnig óraunveruleiki vegna þess að hún upplifði þaðþannig. Allt sé þetta afstætt og póst-moderniskt. En hvar endum við með svonaafstæðishyggju? Getum við firrt okkur ábyrgð með því að segja að okkur varði ekkiupplifanir og raunveruleika annarra, heldur aðeins okkar sjálfra?

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 3; Opb 13:18
Persónur úr trúarritum: Adam, Eva, snákurinn, Medúsa, Rúdólf, Seifur,Pygmalíon
Guðfræðistef: raunveruleiki
Siðfræðistef: klám, samkynhneigð, framhjáhald, sjálfsvíg, lýtabreytingar, heimilisofbeldi,útlitsdýrkun
Trúarleg tákn: tvíburi
Trúarlegt atferli og siðir: gifting