Leikstjórn: Nancy Kruse
Handrit: Tim Long
Leikarar: Dan Casteslaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria, Harry Shearer
Upprunaland: Bandaríkin
Lengd: 20mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0096697
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Dæmigerður Simpson þáttur þar sem öllu er snúið á hvolf og hrært saman. Þátturinn gerist um páskana en presturinn ákveður að lesa alla Biblíuna eftir að Homer setur súkkulagðikanínu í söfnunarbaukinn. Simpson fjölskyldan sofnar yfir lestrinum og dreyma fjölskyldumeðlimirnir biblíusögurnar sem presturinn les. Sögurnar sem teknar eru fyrir eru sagan af Adam og Evu, þrælahaldið í Egyptalandi og exódusförin, Salómon og viska hans, Davíð og Golíat og að lokum heimsslitin, með áherslu á Opinberunarbókina. Jónas í hvalnum kemur einnig fyrir sem og Samson.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Myndin er vægast sagt frjálsleg endursögn á frægustu sögum Biblíunnar. Í sögunni af Adam og Evu fáum við t.d. að vita það að risaeðlur drápust vegna þess að þær átu af skilningstré góðs og ills, Eva nefndi dýrin (ekki Adam) og það var Adam sem át fyrst af trénu og tældi Evu síðan til falls en ekki öfugt. Adam kemur síðan sökinni á Evu og er hún send úr Eden fyrir vikið. Adam reynir síðan að koma Evu aftur inn í Eden en drepur óvart við það einhyrninginn sem hjálpar honum. Sagan um þrældóminn í Egyptalandi og exódusförina er engu minna grín en þar kemur runnurinn upp um veggjakrot Barts, Móse hellir froskum úr fötu yfir Faraó og gyðingar fara í gegnum hafið með því að sturta niður! Viska Salómons felst í því að hirða böku af mönnum sem deila um hver eigi bökuna. Sonur Golíats snýr aftur til að hefna föður síns. Davíð þarf að bregða sér í líkamsrækt til að koma sér í form og tekst að lokum, með smá hjálp, að drepa son Golíats sem býr í Babelturninum. Fólkið kvartar h!ins vegar sáran því Golíat var besti konungur sem það hafði nokkurn tíman haft og Davíð er stungið í steininn fyrir manndráp. Myndin endar síðan á heimsslitunum þar sem reiðmennirnir fjórir ríða til jarðar, hinir sannkristnu eru burthrifnir og Simpson fjölskyldan gengur niður í helvíti.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 1M 2-3, 1M 11:1-9, 1M 19:1-29, 2M 1-15, Dm 13-16, 1S 17:23-54, 1Kon 3:16-28, Jn 2, Opb 6
Persónur úr trúarritum: Adam, einhyrningur, Davíð konungur, Golíat, Eva, Guð, Ísak, Jakob, Jesebel, Jónas, Móse, Ra, Salómon, snákurinn,
Guðfræðistef: burthrifningin, heimsslit, helvíti, synd
Siðfræðistef: auðmýkt, hroki
Trúarbrögð: forn átrúnaður egypta, gyðingdómur, kristni
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: Eden, kirkja, himnaríki
Trúarleg tákn: einhyrningur
Trúarlegt atferli og siðir: fjárframlög, messa, prédikun