Kvikmyndir

The Twilight Zone: A Passage for Trumpet (Episode 32)

Leikstjórn: Don Medford
Handrit: Rod Serling
Leikarar: Jack Klugman, John Anderson, Frank Wolff, Rod Serling
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1960
Lengd: 25mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0052520
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Drykkfelldur trompetleikari seldur hljóðfæri sitt og kastar sér fyrir bíl. Hann lendir á millistað, þ.e. Ljósaskiptunum, og fær að velja hvort hann vilji lifa áfram eða deyja.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það guðfræðilega áhugaverða við þessa mynd er fyrst og fremast það að Gabríel erkiengill kemur fyrir í myndinni. Hann gerir trompetleikaranum grein fyrir mikilvægi þess að láta ekki erfiðleika lífsins yfirbuga okkur. Við eigum að vinna okkur úr erfiðleikum og nota þá hæfileika sem Guð gaf okkur öðrum og sjálfum okkur til blessunnar. Gabríel segist vera sérfræðingur um trompeta en hefðin hefur löngum tengt trompetleik við Gabríel. Í myndinni er einnig áhugaverð kenning um dauðraríki, en samkvæmt myndinni fara þau sem ekki vita að þau eru dauð á biðstað þangað til þau átta sig á ástandinu.

Persónur úr trúarritum: Gabríel erkiengill, draugur
Guðfræðistef: dauðinn, draugar, handanheimur
Siðfræðistef: áfengissýki, sjálfsvíg