Leikstjórn: Tonino Cervi
Handrit: Dario Argento og Tonino Cervi
Leikarar: Montgomery Ford, Tetsuo Nakadai, Bud Spencer, William Berger, Wayde Preston, Jeff Cameron, Stanley Gordon, Diana Madigan, Vic Gazzarra og Michele Borelli
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1968
Lengd: 91mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0063379
Einkunn: 1
Ágrip af söguþræði:
Bill Kiowa safnar saman flokki byssumanna til að hefna fimm ára fangelsisvistar sinnar og morðsins á eiginkonunni, sem Japaninn James Elfego og bófagengið hans eru ábyrgir fyrir.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Slakur spaghettí-vestri sem er merkilegur fyrir það eitt að vera ein af fyrstu kvikmyndunum sem gulmyndagerðarmaðurinn og hrollvekjumeistarinn Dario Argento skrifaði handritið að. Reyndar byrjar myndin nokkuð vel og skartar meira að segja Kurosawa leikaranum Tetsuo Nakadai í hlutverki skúrksins en því miður missir hún dampinn alltof fljótt. Siðfræðin er ósköp hefðbundin fyrir spaghettí-vestrana, snýst fyrst og fremst um hefnd í anda lögmálsákvæðisins ‚auga fyrir auga, tönn fyrir tönn‘ en hefur að öðru leyti enga guðfræðilega þýðingu.
Hliðstæður við texta trúarrits: 3M 24:20
Siðfræðistef: svik, hefnd, manndráp
Trúarlegt atferli og siðir: þakkargjörð