Leikstjórn: Lucio Fulci
Handrit: Elisa Briganti og Dardano Sacchetti
Leikarar: Tisa Farrow, Ian McCulloch, Richard Johnson, Al Cliver, AurettaGay, Stefania D’Amario, Olga Karlatos og Lucio Fulci
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1979
Lengd: 89mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0080057
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Ann Bowles leitar að sjúkum föður sínum á eyju í Karabískahafinu meðaðstoð blaðamanns og hjóna sem buðu þeim far á snekkju sinni. Þegar þau náloks á áfangastaðinn, hitta þau lækni, sem reynir allt hvað hann getur tilað vinna bug á dularfullri plágu á eyjunni, sem felst í því að dauðir rísaúr gröfum sínum og éta hvern þann sem á vegi þeirra verður!
Almennt um myndina:
Ítalska hrollvekjan Zombie 2 er þekkt undir ótal nöfnum, t.d.Zombie í Bandaríkjunum, Zombie Flesh Eaters í Bretlandi og Woodoo íÞýzkalandi. Upphaflegi titill hennar var hins vegar Zombi 2 á ítölsku, enenska útgáfan af myndinni, sem gefin var út á DVD í Hollandi og er hér tilumfjöllunar, nefnist Zombie 2. Ástæðan fyrir ítölsku nafngiftinni er sú aðnokkru áður hafði ítalska-bandaríska hrollvekjan Dawn of the Dead eftirGeorge Romero verið frumsýnd á Ítalíu í útgáfu Darios Argento undir titlinumZombi og þótti söluvænlegt að reyna að græða á vinsældum hennar. Ekki má þórugla Zombie 2 við Zombie 3, sem einnig er þekkt sem Zombie 2 og ZombieFlesh Eaters 2, en meistari Lucio Fulci er einnig skráður fyrir leikstjórnhennar þó svo að ruslmyndagerðarmaðurinn alræmdi Bruno Mattai hafi í raungert hana að mestu.
Hrollvekjan Zombie 2 er margfalt betri en The Beyond, sem Fulci gerði síðará ferli sínum, en um hana er fjallað annars staðar hér á vefnum. Handritiðer mun gáfulegra, förðunin miklu betri (og raunar glæsileg) ogtæknibrellurnar víða stórkostlegar. Kvikmyndatakan og tónlistin er einnigtil fyrirmyndar. Eitt flottasta atriðið í myndinni er neðansjávar þar semuppvakningur berst við hákarl, en hún er þó hvað þekktust fyrir atriðið þarsem brotinni spýtu er stungið inn í auga. Sumir hafa kvartað yfir því aðmyndin sé of hæg en því er ég algjörlega ósammála. Mér finnst það einmittvera kostur hennar að hún skuli gefa sér tíma til að kynna aðalpersónurnarog sögusviðið áður en sett er í fjórða, fimmta og jafnvel sjötta gír.
Þess ber þó að geta að Zombie 2 er með ógeðslegustu myndum, sem ég hef séð,enda hefur hún víða lent á bannlistum kvikmyndaeftirlita til lengri eðaskemmri tíma. Ef þið komist yfir óstyttu útgáfuna (eins og ég), erskynsamlegt að vera ekki nýbúinn að borða og helst að hafa fötu viðhöndina.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það kemur aldrei almennilega fram í kvikmyndinni hvers vegnadauðir rísa úr gröfum sínum. Reyndar er gefið í skyn að það hafi eitthvaðmeð vúdú að gera. Einnig er gefið til kynna að það gæti tengst einhverjumrannsóknum vísindamanna. Sömuleiðis kemur það fram að bölvun hvíli á eyjunniog er jafnvel stungið upp á því að dómsdagur sé runninn upp eins og spáðhafi verið fyrir um. Ein sögupersónan nefnir í því sambandi kunnan spádóm umað þegar jörðin taki að spýta hinum dauðu út úr sér, muni þeir koma afturtil að sjúga blóðið úr hinum lifandi. Í rauninni felst styrkur myndarinnarað nokkru leyti í því að enginn veit raunverulega ástæðu þessararmannætuuppvakningarplágu.
Þeir sem ekki vilja vita hvernig myndin endar, ættu ekki að lesa lengra.Hver svo sem ástæðan er þá er ljóst að ekki verður aftur snúið því að í ljóskemur að uppvakningarnir eru ekki bundnir við eyjuna eina heldur eru þeireinnig komnir um öll Bandaríkin. Heimsendir virðist því óumflýjanlegur.
Persónur úr trúarritum: djöflar, djöfullinn, uppvakningar
Guðfræðistef: andsetning, bölvun, galdur, heimsslit,upprisa
Siðfræðistef: mannát, morð
Trúarbrögð: rómversk-kaþólska kirkjan, vúdú
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: helvíti, kirkjugarður, kirkja
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: bölvun, galdur, signing